Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 21:58 Maðurinn féll ofan í 1,7 metra gryfju á vinnustað sínum og hlaut talsverðan skaða af. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað Dómsmál Tryggingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent