Ingibjörg hógvær þrátt fyrir að hafa unnið allt sem hægt var að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 10:30 Hér má sjá Ingibjörgu stökkva ofan á liðsfélaga sína er liðið fagnar öðru marka sinna í 2-0 sigri í framlengdum úrslitaleik norska bikarsins á dögunum. Vålerenga Á sínu fyrstu tímabili í Noregi varð Ingibjörg Sigurðardóttir Noregs- og bikarmeistari ásamt því að vera kosin leikmaður ársins. Hún segist hafa vitað liðið væri gott en árangurinn hafi vissulega komið á óvart. Vísir ræddi við Ingibjörgu sem var þá í miðjum undirbúningi fyrir leik í Meistaradeild Evrópu gegn danska liðinu Bröndby í 32-liða úrslitum keppninnar. Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga í Noregi fyrir tímabilinu sem lauk nýverið frá Djurgården í Svíþjóð. Þar áður hafði hún leikið fyrir Breiðablik og Grindavík – þar sem hún er uppalin – hér heima. Hún segir að markmið Vålerenga hafi verið að vera í toppbaráttu en gengið hafi vissulega verið framar vonum. The double pic.twitter.com/9hFRBPQC1W— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 13, 2020 „Við settum okkur markmið að vera í toppbaráttu fyrir tímabilið en vildum samt þróa okkar leik sem lið. Vorum margar nýjar að koma inn og gekk bara mjög vel. Um leið og maður sér að það er möguleiki á að vinna titil þá vill maður vinna alla leiki og taka þetta alla leið. Það var því þannig séð mjög fljótt sem við fórum að einbeita okkur að því að vinna titilinn,“ sagði Ingibjörg um ótrúlegt tímabil Vålerenga. „Leikurinn okkar þróaðist líka mjög vel allt tímabilið, sérstaklega núna síðustu tvo mánuðina. Það hefur gengið mjög vel og þetta endaði eins og þetta endaði,“ bætti hún við en Vålerenga tapaði aðeins tveimur leikjum af átján í deildinni. Um vistaskiptin til Noregs „Þetta var eiginlega það félag sem heillað mest. Hvaða markmið þau voru með og hvað þau vildu gera. Voru komin með nýjan þjálfara – Jack Majgaard Jensen – sem ég þekkti aðeins til. Það var aðalástæðan. Vissi að norska deildin væri sterk og væri á uppleið,“ sagði miðvörðurinn öflugi aðspurð út í vistaskipti sín frá Svíþjóð til Noregs. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu.“ Ingibjörg var spurð út í menningu liðsins og hvað hún eigi við með því. „Í raun bara félagið í heild sinni. Starfsliðið, stjórnin og metnaðinn sem þau hafa og hversu hátt þau setja markið. Þau vilja læra og taka skilaboðum frá leikmönnum mjög vel. Ég vissi að þau væru með há markmið og vildu gera félagið að stórum klúbbi í Evrópu en þetta var miklu stærra en ég bjóst við.“ Ingibjörg hógvær varðandi markaskorun sína Ingibjörg spilaði á sínum tíma 86 leiki með Grindavík og Breiðablik hér á landi. Skoraði hún í þeim átta mörk, þá á hún enn eftir að skora fyrir íslenska landsliðið. Ingibjörg skoraði hins vegar fimm mörk í þeim 17 deildarleikjum sem hún spilaði á tímabilinu, þar af sigurmark í uppbótartíma gegn Røa sem og annað mark liðsins í 2-1 sigri á Avaldsnes. Hvað orsakar þessa mikla markaskorun Ingibjargar á tímabilinu? „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið bæði EM og HM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógvær. Spennt fyrir komandi verkefnum „Held ég sé bara enn að meðtaka allt sem hefur verið að gerast síðustu tvær vikur. Ég er með samning hérna á næsta ári svo maður er lítið að spá í framtíðinni. Þegar maður fær svona stóra viðurkenningu fær maður meiri trú á sjálfum sér og kannski sér markmiðin sín skýrar á einhvern hátt.“ „Ég er spennt að taka þátta í þessu verkefni með Vålerenga og sjá hvað við getum gert sem lið, sérstaklega í Meistaradeildinni. Svo ég er bara mjög spennt fyrir næsta ári.“ Skömmu eftir viðtalið staðfesti Ingibjörg að leiknum hefði verið frestað. Það þýðir að báðum leikjum liðanna hefur nú verið frestað vegna ástandsins í Danmörku. Verða leikirnir leiknir í febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingibjörg verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Alls hefur hún leikið 35 leiki fyrir A-landslið Íslands.Vísir/Vilhelm Finnst gott að skrifa hlutina niður og hafa skýr markmið Ingibjörg hefur alltaf haft mjög skýr markmið og lagt mikið í sölurnar til að ná þeim. Fræg er sagan þegar hún sendi Frey Alexanderssyni, þáverandi landsliðsþjálfara Íslands, tölvupóst varðandi hvað hún gæti bætt sem leikmaður þar sem hún hafði dottið út úr æfingahóp íslenska A-landsliðsins, þá ekki orðin tvítug. „Ég hef alltaf verið svona. Hef örugglega stressað mömmu og pabba mjög þegar ég var átta ára að segja að ég ætlaði að fara í landsliðið,“ segir Ingibjörg og hlær. „Mér finnst gott að skrifa hlutina niður. Það gerir eitthvað fyrir mig. Um leið og þetta er komið niður á blað þá er þetta til, þá er þetta möguleiki. Ég er mjög ákveðin og mér finnst ekkert rosalega skemmtilegt þegar ég næ ekki markmiðunum en það bara hvetur mig enn meira.“ „Veit ekki af hverju þetta gerir svona mikið fyrir mig en þetta hefur virkað vel hingað til svo ég ætla bara að halda þessu áfram.“ Varðandi Evrópumótið og frestun þess EM átti auðvitað að fara fram næsta sumar en hefur verið frestað um eitt ár. Þó það myndi persónulega henta Ingibjörgu að spila það í sumar þá telur hún liðið njóta góðs af því að mótið fari fram 2022. „Þegar maður er kominn í ákveðinn takt vill maður bara meira en ég held samt sem áður að það sé fínt fyrir okkur sem lið að fá þetta auka ár. Fá vonandi sem flesta æfingaleiki til að spila okkur betur saman. Við erum með marga unga leikmenn núna sem fá þá meiri reynslu til að stíga betur upp.“ „Þó það væri ef til vill gott fyrir mig að fá mótið á næsta ári en ef ég hugsa um liðið sem held þá tel ég jákvætt að við fáum þetta auka ár.“ Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg fær að fagna jólunum – og árangri sínum – í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. „Ég er reyndar á leiðinni heim. Veit ekki alveg hvenær, það fer eftir því hvort ég sé að fara til Danmerkur eða ekki en það verður bara stutt. Tíminn verður nýttur í að hlaða batteríin,“ sagði besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar árið 2020 að lokum. Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Vísir ræddi við Ingibjörgu sem var þá í miðjum undirbúningi fyrir leik í Meistaradeild Evrópu gegn danska liðinu Bröndby í 32-liða úrslitum keppninnar. Ingibjörg gekk í raðir Vålerenga í Noregi fyrir tímabilinu sem lauk nýverið frá Djurgården í Svíþjóð. Þar áður hafði hún leikið fyrir Breiðablik og Grindavík – þar sem hún er uppalin – hér heima. Hún segir að markmið Vålerenga hafi verið að vera í toppbaráttu en gengið hafi vissulega verið framar vonum. The double pic.twitter.com/9hFRBPQC1W— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 13, 2020 „Við settum okkur markmið að vera í toppbaráttu fyrir tímabilið en vildum samt þróa okkar leik sem lið. Vorum margar nýjar að koma inn og gekk bara mjög vel. Um leið og maður sér að það er möguleiki á að vinna titil þá vill maður vinna alla leiki og taka þetta alla leið. Það var því þannig séð mjög fljótt sem við fórum að einbeita okkur að því að vinna titilinn,“ sagði Ingibjörg um ótrúlegt tímabil Vålerenga. „Leikurinn okkar þróaðist líka mjög vel allt tímabilið, sérstaklega núna síðustu tvo mánuðina. Það hefur gengið mjög vel og þetta endaði eins og þetta endaði,“ bætti hún við en Vålerenga tapaði aðeins tveimur leikjum af átján í deildinni. Um vistaskiptin til Noregs „Þetta var eiginlega það félag sem heillað mest. Hvaða markmið þau voru með og hvað þau vildu gera. Voru komin með nýjan þjálfara – Jack Majgaard Jensen – sem ég þekkti aðeins til. Það var aðalástæðan. Vissi að norska deildin væri sterk og væri á uppleið,“ sagði miðvörðurinn öflugi aðspurð út í vistaskipti sín frá Svíþjóð til Noregs. „Ég vissi að ég væri að fara í gott lið og ég vissi að það myndi örugglega ganga vel en kannski ekki svona rosalega. Það kom mér á óvart hvernig menningin er í liðinu og félaginu. Svo hefur bara allt gengið eins og í sögu.“ Ingibjörg var spurð út í menningu liðsins og hvað hún eigi við með því. „Í raun bara félagið í heild sinni. Starfsliðið, stjórnin og metnaðinn sem þau hafa og hversu hátt þau setja markið. Þau vilja læra og taka skilaboðum frá leikmönnum mjög vel. Ég vissi að þau væru með há markmið og vildu gera félagið að stórum klúbbi í Evrópu en þetta var miklu stærra en ég bjóst við.“ Ingibjörg hógvær varðandi markaskorun sína Ingibjörg spilaði á sínum tíma 86 leiki með Grindavík og Breiðablik hér á landi. Skoraði hún í þeim átta mörk, þá á hún enn eftir að skora fyrir íslenska landsliðið. Ingibjörg skoraði hins vegar fimm mörk í þeim 17 deildarleikjum sem hún spilaði á tímabilinu, þar af sigurmark í uppbótartíma gegn Røa sem og annað mark liðsins í 2-1 sigri á Avaldsnes. Hvað orsakar þessa mikla markaskorun Ingibjargar á tímabilinu? „Ég veit það ekki alveg. Ég er náttúrulega með Sherida Spitse í liði, goðsögn í Hollandi sem hefur unnið bæði EM og HM. Hún er með frábærar spyrnur og mjög góðar hornspyrnur, maður getur eiginlega ekki klúðrað þegar það koma svona góðir boltar fyrir markið. Svo hefur þetta einhvern veginn fallið fyrir mig. Auðvitað er smá heppni að þetta hafi gengið svona ótrúlega vel, mikil vinna á bakvið það líka samt sem áður,“ sagði Ingibjörg hógvær. Spennt fyrir komandi verkefnum „Held ég sé bara enn að meðtaka allt sem hefur verið að gerast síðustu tvær vikur. Ég er með samning hérna á næsta ári svo maður er lítið að spá í framtíðinni. Þegar maður fær svona stóra viðurkenningu fær maður meiri trú á sjálfum sér og kannski sér markmiðin sín skýrar á einhvern hátt.“ „Ég er spennt að taka þátta í þessu verkefni með Vålerenga og sjá hvað við getum gert sem lið, sérstaklega í Meistaradeildinni. Svo ég er bara mjög spennt fyrir næsta ári.“ Skömmu eftir viðtalið staðfesti Ingibjörg að leiknum hefði verið frestað. Það þýðir að báðum leikjum liðanna hefur nú verið frestað vegna ástandsins í Danmörku. Verða leikirnir leiknir í febrúar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ingibjörg verið fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Alls hefur hún leikið 35 leiki fyrir A-landslið Íslands.Vísir/Vilhelm Finnst gott að skrifa hlutina niður og hafa skýr markmið Ingibjörg hefur alltaf haft mjög skýr markmið og lagt mikið í sölurnar til að ná þeim. Fræg er sagan þegar hún sendi Frey Alexanderssyni, þáverandi landsliðsþjálfara Íslands, tölvupóst varðandi hvað hún gæti bætt sem leikmaður þar sem hún hafði dottið út úr æfingahóp íslenska A-landsliðsins, þá ekki orðin tvítug. „Ég hef alltaf verið svona. Hef örugglega stressað mömmu og pabba mjög þegar ég var átta ára að segja að ég ætlaði að fara í landsliðið,“ segir Ingibjörg og hlær. „Mér finnst gott að skrifa hlutina niður. Það gerir eitthvað fyrir mig. Um leið og þetta er komið niður á blað þá er þetta til, þá er þetta möguleiki. Ég er mjög ákveðin og mér finnst ekkert rosalega skemmtilegt þegar ég næ ekki markmiðunum en það bara hvetur mig enn meira.“ „Veit ekki af hverju þetta gerir svona mikið fyrir mig en þetta hefur virkað vel hingað til svo ég ætla bara að halda þessu áfram.“ Varðandi Evrópumótið og frestun þess EM átti auðvitað að fara fram næsta sumar en hefur verið frestað um eitt ár. Þó það myndi persónulega henta Ingibjörgu að spila það í sumar þá telur hún liðið njóta góðs af því að mótið fari fram 2022. „Þegar maður er kominn í ákveðinn takt vill maður bara meira en ég held samt sem áður að það sé fínt fyrir okkur sem lið að fá þetta auka ár. Fá vonandi sem flesta æfingaleiki til að spila okkur betur saman. Við erum með marga unga leikmenn núna sem fá þá meiri reynslu til að stíga betur upp.“ „Þó það væri ef til vill gott fyrir mig að fá mótið á næsta ári en ef ég hugsa um liðið sem held þá tel ég jákvætt að við fáum þetta auka ár.“ Noregs- og bikarmeistarinn Ingibjörg fær að fagna jólunum – og árangri sínum – í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. „Ég er reyndar á leiðinni heim. Veit ekki alveg hvenær, það fer eftir því hvort ég sé að fara til Danmerkur eða ekki en það verður bara stutt. Tíminn verður nýttur í að hlaða batteríin,“ sagði besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar árið 2020 að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Tengdar fréttir Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00 Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20 Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31 Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Ingibjörg tvöfaldur meistari eftir framlengdan bikarúrslitaleik Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga eru tvöfaldir meistarar eftir 2-0 sigur á Lilleström í úrslitum norska bikarsins í dag. Liðið tryggði sér nýverið norksa meistaratitilinn og draumatímabilið því fullkomnað í dag. 13. desember 2020 17:00
Ingibjörg leikmaður ársins í Noregi Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström. 13. desember 2020 16:20
Ingibjörg á forsíðu íþróttablaðs Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir er á forsíðu íþróttablaðs norska dagblaðsins Verdens Gang í dag þar sem hún fagnar bikarmeistaratitli Vålerenga. 14. desember 2020 09:31
Ingibjörg skoraði og er norskur meistari Fullkomin vika Ingibjargar Sigurðardóttur rættist í dag. 6. desember 2020 14:15