Þjálfari Íslandsmeistaranna vill sjá breytingar svo hægt sé að klára mótið með sem bestum hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 13:00 Darri Freyr tók við þjálfun KR síðasta vor. Liðið hefur aðeins leikið einn deildarleik undir hans stjórn vegna æfinga- og keppnisbanns hér á landi frá því í október. KR Karfa Darri Freyr Atlason, þjálfari meistaraflokks karla hjá Íslandsmeisturum KR, vill sjá fyrirkomulagi Dominos-deildarinnar breytt svo hægt sé að klára mótið með viðunandi hætti. Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er. Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:1) Heilsa leikmanna2) Fjárhagur liðanna3) Varan körfubolti1/n#korfubolti— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki. Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild. Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar. „Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst. Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.4/n— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020 Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna. „Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla KR Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira