Landsbankinn með þriðjungshlut í Keahótelum eftir endurskipulagningu Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2020 10:28 Keahótel rekur alls níu hótel á landinu, þar á meðal Hótel Borg. Vísir/Vilhelm Samkomulag hefur náðst um endurskipulagningu Keahótela sem er sagt tryggja félaginu stöðugan rekstrargrundvöll til ársins 2022. Í samkomulaginu felst að hluta skulda hefur verið breytt í hlutafé, að Landsbankinn eigi nú þriðjungs hlut í félaginu, og að núverandi eigendahópur hafi komið með nýtt fé inn í reksturinn. Þá hafi leigusalar gert samkomulag um veltutengdar leigugreiðslur, sem eru þó með ákveðnu lágmarksgólfi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurskipulagningin styrki bæði eiginfjárstöðu og rekstur hótelanna og skapi félaginu sterka stöðu á gistimarkaðnum þegar ferðamönnum fari að fjölga á ný, vonandi strax á komandi vori. „Líkt og viðbótar fjárfesting núverandi eigenda í félaginu sýnir, sem nemur á þriðja hundrað milljóna, þá eru þeir sannfærðir um að framtíðin sé afar björt í ferðaþjónustu hér á landi. Allir í núverandi eigendahópi Keahótela tóku þátt í hlutafjáraukningunni og heldur sá hópur á um tveimur þriðju hlutafjár eftir hana,“ segir í tilkynningunni. Starfrækja níu hótel Keahótelin starfrækja alls níu hótel, þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll og Hótel Kea á Akureyri. Haft er eftir Hugh Short, forstjóra bandaríska fjárfestingarfyrirtækisins PT Capital, að hluthafar vilji þakka Landsbankanum og leigusölum hótelanna fyrir að farsælt samkomulag hafi náðst um endurskipulagningu. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Landsbankann, sem er nýr ríflega þriðjungs hluthafi í félaginu, og við leigusala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigukjör félagsins við undirliggjandi rekstrarafkomu hótelanna sem starfrækt eru í viðkomandi fasteignum. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar samkomulagsins hyggjast takast á við næstu misseri saman eða þar til eðlilegt ástand skapast á ferðamarkaðinum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðaþjónustuna, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenjulegu tíma geta orðið til ýmis ný tækifæri og á þeirri vegferð skiptir miklu að vera með fullfjármagnað félag og reksturinn tryggðan til lengri tíma,“ er haft eftir Short. Íslenskir bankar Ferðamennska á Íslandi Markaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að endurskipulagningin styrki bæði eiginfjárstöðu og rekstur hótelanna og skapi félaginu sterka stöðu á gistimarkaðnum þegar ferðamönnum fari að fjölga á ný, vonandi strax á komandi vori. „Líkt og viðbótar fjárfesting núverandi eigenda í félaginu sýnir, sem nemur á þriðja hundrað milljóna, þá eru þeir sannfærðir um að framtíðin sé afar björt í ferðaþjónustu hér á landi. Allir í núverandi eigendahópi Keahótela tóku þátt í hlutafjáraukningunni og heldur sá hópur á um tveimur þriðju hlutafjár eftir hana,“ segir í tilkynningunni. Starfrækja níu hótel Keahótelin starfrækja alls níu hótel, þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll og Hótel Kea á Akureyri. Haft er eftir Hugh Short, forstjóra bandaríska fjárfestingarfyrirtækisins PT Capital, að hluthafar vilji þakka Landsbankanum og leigusölum hótelanna fyrir að farsælt samkomulag hafi náðst um endurskipulagningu. „Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Landsbankann, sem er nýr ríflega þriðjungs hluthafi í félaginu, og við leigusala okkar sem hafa ákveðið að tengja leigukjör félagsins við undirliggjandi rekstrarafkomu hótelanna sem starfrækt eru í viðkomandi fasteignum. Þetta skiptir miklu. Fyrir liggur að aðilar samkomulagsins hyggjast takast á við næstu misseri saman eða þar til eðlilegt ástand skapast á ferðamarkaðinum að nýju. Ljóst er að Covid hefur haft gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðaþjónustuna, bæði hér á landi og um allan heim. Fyrir þá sem munu lifa í gegnum þessa óvenjulegu tíma geta orðið til ýmis ný tækifæri og á þeirri vegferð skiptir miklu að vera með fullfjármagnað félag og reksturinn tryggðan til lengri tíma,“ er haft eftir Short.
Íslenskir bankar Ferðamennska á Íslandi Markaðir Akureyri Reykjavík Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira