Rósa Björk til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2020 13:20 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í dag til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar. Hún hefur setið sem óháður þingmaður á Alþingi síðastliðna þrjá mánuði, en var þar áður í þingflokki Vinstri grænna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rósu Björk sem send var á fjölmiðla. Rósa Björk segir að pólitískar áherslur sínar og Samfylkingarinnar séu nátengdar með mikilvægi á aukinn jöfnuð í samfélaginu þar sem allir geti notið sín á eigin forsendum, burtséð frá stétt eða stöðu. Það eigi líka við um frið og sjálfbærni og opið, framsækið og fjölbreytt samfélag með áherslu á virka fjölþætta utanríkisstefnu. „Að undanförnu hefur Samfylkingin að auki lagt mun meiri og skýrari þunga á loftlagsmálin, og umhverfismálin en áður og lagt fram góða áætlun um græna viðspyrnu út úr Covid-19 kreppunni. Það gerir útslagið fyrir mig þegar kemur að því að taka þessa ákvörðun um að ganga í Samfylkinguna og þingflokk hennar. Ég hlakka mjög mikið til að taka þátt í starfi Samfylkingarinnar og að leggja mitt á vogarskálarnar til að bæta íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningunni. Þingflokksformaðurinn: „Hér á hún heima“ Eftir að Rósa Björk hefur gengið til liðs við Samfylkinguna eru nú átta þingmenn í þingflokknum. Vísir náði tali af Oddnýju G. Harðardóttur, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, skömmu eftir að tilkynningin barst og sagði hún að Rósa Björk sæti nú sinn fyrsta þingflokksfund. „Við erum afskaplega ánægð að fá Rósu Björk til liðs við okkur. Hún er öflugur þingmaður og hér á hún heima.“ Oddný segir að enn eftir að ræða setu Rósu Bjarkar í nefndum fyrir Samfylkinguna en að það sé allt til skoðunar. Átti ekki lengur samleið Rósa Björk tilkynnti um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri grænna í september þar sem hún sagði ástæðuna vera brottvísun egypskrar fjölskyldu sem mikið var til umfjöllunar. Hún sagði þá að málið hafi endanlega opnað augu hennar fyrir því að hún ætti ekki lengur samleið með Vinstri grænum. Athygli vakti að Rósa Björk og Andrés Ingi Jónsson studdu á sínum tíma ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þau sögðu sig bæði úr þingflokknum á kjörtímabilinu. Andrés Ingi situr enn sem óháður þingmaður. Hvalreki Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að um mikinn hvalreka að ræða fyrir þingflokkinn. „Ég hef kynnst henni ágætlega frá því við settumst á þing fyrir fjórum árum og álitið mitt á henni hefur vaxið stöðugt á þeim tíma. Hún er án efa einn sterkasti þingmaðurinn sem á sæti á Alþingi í dag og í loftlags- og utanríkismálum standast henni fáir ef einhver snúning. Vertu velkominn til okkar kæra vinkona,“ segir Logi. Það var mikill hvalreki fyrir Samfylkinguna þegar Rosa Bjork gekk til liðs við þingflokk okkar í dag. Ég hef kynnst...Posted by Logi Einarsson on Wednesday, 16 December 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23