Neymar var borinn af velli eftir groddalega tæklingu Mendes en síðar kom í ljós að meiðslin væru ekki svo alvarleg. Hann ætti að verða klár fljótlega eftir áramót.
Mendes og fjölskylda hans fékk þó miður falleg skilaboð en þessu greinir unnusta hans, Kelly, frá í samtali við fréttamiðilinn CNEWS.
„Ef það gerist eitthvað við Neymar eftir það sem kærastinn þinn gerði, þá munu þið borga til baka með lífinu ykkar. Þú og öll fjölskyldan, eitt í einu,“ sagði Kelly.
Fjölskyldan hefur kallað lögregluna til þar sem þau óttast um öryggi sitt eftir leikinn en Lyon er með stigi meira en PSG eftir fjórtán umferðir. Liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.
'If anything happens to Neymar, you will pay with your life'
— MailOnline Sport (@MailSport) December 16, 2020
Thiago Mendes and his FAMILY are subjected to death threats after tackle that injured PSG star https://t.co/UEYIOzHYsm