Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 17:45 Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07
Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36