Roberto Firmino skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en Tottenham fékk færi í síðari hálfleik til að tryggja sér sigurinn þó að Liverpool hafi verið meira með boltann.
„Við vorum mjög nálægt því að vinna, já. Við vorum ekki nálægt jafntefli en við klúðruðum færunum. Við fengum færin og vorum með leikinn í okkar höndum. Jafntefli hefði verið slæm úrslit svo þú getur ímyndað þér hvað mér finnst um tapið,“ sagði Mourinho.
„Þetta var mjög góð frammistaða. Auðvitað gerðum við einhver mistök og getum bætt okkur en þetta eru ósanngjörn úrslit. Við spiluðum gegn meisturunum á þeirra heimavelli og áttum skilið að vinna.“
Þegar myndavélarnar beindust að Mourinho og Klopp í leikslok sáust þeir í orðaskaki. Portúgalinn sagði frá því hvað fór þeirra á milli eftir leikinn.
„Ég sagði við hann að betra liðið hefði tapað og hann var ósammála. Það er hans skoðun en ef ég haga mér eins og hann á hliðarlínunni, þá væri ég ekki lengi þar. Dómararnir láta hann haga sér svona,“ sagði Mourinho og skaut á hegðun Klopp.
"We deserved to win"
— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 16, 2020
Jose Mourinho joins us to discuss Tottenham's defeat and Jurgen Klopp.
Listen live on the free @BBCSounds app: https://t.co/NI1sjtGRxI#LIVTOT #bbcfootball pic.twitter.com/j8OEaJxBei