Ræddu hörundsára stuðningsmenn Liverpool og „glímu“ þeirra við Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 12:01 Jürgen Klopp heilsar Jose Mourinho fyrir leikinn í gær en til hliðar er stuðningsmaður Liverpool. AP/samsett/Peter Powell Það er nánast hægt að ganga að því vísu að stuðningsmenn Liverpool ganga næstum því af göflunum í aðdraganda leikja liðsins á móti liðum knattspyrnustjórans Jose Mourinho. Liverpool er aftur komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham í toppslagnum í gær. Strákarnir í Sportinu í dag töluðu um Liverpool og hegðun Jose Mourinho fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason eru reglulega með hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag á Vísi og ræða þar allt sem kemur að íþróttum. Fyrir leik Liverpool og Tottenham í gær þá ræddu þeir aðeins hörundsára stuðningsmenn Liverpool og knattspyrnustjórann Jose Mourinho. „Ég held að það sé enginn þjálfari í heiminum sem nær að fara undir húðina á stuðningsmönnum andstæðinga sinna heldur en Jose Mourinho gerir við stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Rikki G. „Hann nær að taka út einhvern djöful í hverjum einasta stuðningsmanni. Þetta er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ bætti Rikki G en það má sjá allan þáttinn í gær hér fyrir neðan. „Maður hefur séð fylgismenn í samfélaginu vera að fara á taugum á Twitter. Hann er að gera þetta við ykkur í tíunda sinn og þið ætlið ekki að fatta trollið. Hann er að pakka ykkur saman,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Liverpool stuðningsmanna. „Það skiptir ekki máli með hvaða liði hann er. Hann nær þessu alltaf. Það skiptir ekki máli hvar hann er í deildinni eða hvort að hann sé einhver samkeppni fyrir Liverpool. Honum tekst alltaf að gera stuðningsmennina geðveika,“ sagði Rikki G. Jose Mourinho fór mikinn í aðdraganda leiksins í gær og ekki síst með því að gera lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins. „Ég hugsa að Jürgen Klopp sé ekkert að láta þetta á sig fá og hann er alveg pollrólegur yfir þessum ummælum. Það var bara allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég fór á Twitter í gær og hver einn og einasti fór að grafa upp eitthvað gamalt um Mourinho,“ sagði Rikki G. „Ég held að Mourinho sé fyrstur að viðurkenna það að hann sé hræsnari. Hann segir bara það sem þarf að segja á hverjum tíma,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Henry Birgir spáði leiknum 1-0 fyrir Tottenham, Rikki G. bjóst við jafntefli en Kjartan Atli var sá eini sem hafði rétt fyrir sér með því að spá Liverpool sigri. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan eða allar þættina með því að smella hér fyrir neðan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01 Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00 Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34 Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Liverpool er aftur komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham í toppslagnum í gær. Strákarnir í Sportinu í dag töluðu um Liverpool og hegðun Jose Mourinho fyrir leikinn í gær. Kjartan Atli Kjartansson, Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason eru reglulega með hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag á Vísi og ræða þar allt sem kemur að íþróttum. Fyrir leik Liverpool og Tottenham í gær þá ræddu þeir aðeins hörundsára stuðningsmenn Liverpool og knattspyrnustjórann Jose Mourinho. „Ég held að það sé enginn þjálfari í heiminum sem nær að fara undir húðina á stuðningsmönnum andstæðinga sinna heldur en Jose Mourinho gerir við stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Rikki G. „Hann nær að taka út einhvern djöful í hverjum einasta stuðningsmanni. Þetta er ótrúlegt hvernig hann nær þessu,“ bætti Rikki G en það má sjá allan þáttinn í gær hér fyrir neðan. „Maður hefur séð fylgismenn í samfélaginu vera að fara á taugum á Twitter. Hann er að gera þetta við ykkur í tíunda sinn og þið ætlið ekki að fatta trollið. Hann er að pakka ykkur saman,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Liverpool stuðningsmanna. „Það skiptir ekki máli með hvaða liði hann er. Hann nær þessu alltaf. Það skiptir ekki máli hvar hann er í deildinni eða hvort að hann sé einhver samkeppni fyrir Liverpool. Honum tekst alltaf að gera stuðningsmennina geðveika,“ sagði Rikki G. Jose Mourinho fór mikinn í aðdraganda leiksins í gær og ekki síst með því að gera lítið úr meiðslavandræðum Liverpool liðsins. „Ég hugsa að Jürgen Klopp sé ekkert að láta þetta á sig fá og hann er alveg pollrólegur yfir þessum ummælum. Það var bara allt vitlaust hjá stuðningsmönnum Liverpool. Ég fór á Twitter í gær og hver einn og einasti fór að grafa upp eitthvað gamalt um Mourinho,“ sagði Rikki G. „Ég held að Mourinho sé fyrstur að viðurkenna það að hann sé hræsnari. Hann segir bara það sem þarf að segja á hverjum tíma,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Henry Birgir spáði leiknum 1-0 fyrir Tottenham, Rikki G. bjóst við jafntefli en Kjartan Atli var sá eini sem hafði rétt fyrir sér með því að spá Liverpool sigri. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan eða allar þættina með því að smella hér fyrir neðan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01 Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00 Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34 Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Klopp sagði Williams stórkostlegan og að Jones væri topp leikmaður Jürgen Klopp hrósaði ungu strákunum í liði Liverpool, Rhys Williams og Curtis Jones, fyrir frammistöðu þeirra í sigrinum á Tottenham, 2-1, í toppslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. 17. desember 2020 09:01
Stuðningsmenn Liverpool fengu fleiri góðar fréttir í gær Ensku meistararnir í Liverpool eru sagðir vilja bjóða varnarmanninum öfluga, Virgil van Dijk, nýjan samning til fimm ára. CBS Sports hefur þetta eftir heimildum sínum. 17. desember 2020 07:00
Mourinho sagði úrslitin ósanngjörn og skaut á hegðun Klopp Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að liðið hefði átt að taka stigin þrjú með frá Anfield í kvöld er Tottenham og Liverpool mættust. 16. desember 2020 22:34
Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool og Tottenham, eigast við á Anfield. 16. desember 2020 21:53