BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist.
Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“.

Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans.
„Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“
Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London.
When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG
— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020