Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2020 15:43 Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokksins styðja frumvarp landbúnaðarráðherra með áorðnum breytingum um að álögur á tollkvóta á innfluttum landbúnaðarvörum verði hækkaðar næstu þrjú árin til að verja innlenda framleiðslu. Vísir/Vilhelm Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. Í tilkynningu frá Landsambandi kúabænda segir að meðalkostnaður innflutningsaðila á hvert kíló af nautakjöti frá Evrópu hafi lækkað um 21,3 prósent frá nóvember í fyrra til nóvember í ár, eða úr 2.332 krónum í 1.834 krónur. Mest hafi hakk og hakkefni lækkað í innflutningsverði um rúm 40 prósent en vöðvar og hryggir um sex prósent. Meðalverð á innfluttu nautakjöti hafi lækkað um 7,3 prósent og verð á tollkvóta á nautakjöti lækkað um 65 prósent úr 570 krónum kílóið í 200 krónur kílóið. Meðfylgjandi mynd sýnir þróunina á innkaupsverði innflutningsaðila á nautakjöti frá EVRÓPU samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands (CIFverð) og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (verð á tollkvóta. Heimild: Landssamband kúabænda. Þrátt fyrir þetta hafi verð á innfluttu nautakjöti hækkað til neytenda á tímabilinu samkvæmt nýlegri skýrslu Alþýðusambandsins. Í tilkynningu landssambandsins segir að í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafi verið fullyrt að ef fyrra kerfi verði tekið upp muni verð á innfluttum landbúnaðarafurðum hækka. Verð á nautakjöti myndi hækka um mörg hundruð krónur kílóið. Þetta sé ekki rétt. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Mynd/aðsend „Þvert á móti hefur verð á innfluttu nautakjöti hækkað til neytenda samkvæmt skýrslu ASÍ og innflutt nautakjöt hækkað meira í verði en innlent, þrátt fyrir lægri kostnað innflutningsaðila,“ segir í tilkynningu landssambandsins sem sendir jafnframt töflu yfir verðbreytingar. „Í umræðum um hækkandi matvælaverð hafa innflutningsaðilar borið fyrir sig veikingu íslensku krónunnar gagnvart evru en ljóst er á gögnum Hagstofu Íslands að sú gengislækkun hefur ekki haft hækkandi áhrif á kaupverð nautakjöts erlendis frá. Þvert á móti hefur það lækkað,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Engu að síður og þrátt fyrir lækkun á verði tollkvóta hafi verð til neytenda hækkað. Landssamband kúabænda segir þessa töflu sýna breytingar á verði á innfluttu og innlendu kjöti. Annarri umræðu um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að tímabundið verði tekið upp fyrra fyrirkomulag útboðs á tollkvóta lauk á Alþingi í dag. Þar var tekist á um tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að gamla fyrirkomulagið gildi í þrjú ár en ekki eitt ár eins og ráðherra lagði til. Rökin fyrir breytingunni eru að bæta þurfi bændum og framleiðendum upp minni sölu vegna mikillar fækkunar ferðamanna til landsins. Þegar frumvarpið verður orðið að lögum verður tollkvóta fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess sem næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefur verið úthlutað að fullu og greiða bjóðendur tilboðsfjárhæðina að fullu. En í nýrri aðferð sem tekin var upp um áramótin síðustu greiddu allir kaupendur kvóta jöfnunarverð. Utanríkisráðherra óskar eftir breytingum á samningum við ESB „Um komandi áramót mun tollkvóti frá ESB fyrir nautakjöt aukast um rúm 27%, úr 547 í 696 tonn á ársgrundvelli. Með þeirri breytingu hefur tollkvóti fyrir nautakjöt frá ESB til Íslands tæplega sjöfaldast frá ársbyrjun 2018. Með fækkun ferðamanna vegna Covid-19 og takmörkunum á starfsemi veitingahúsa hefur sala á nautakjöti dregist mjög saman, bæði á innlendum og innfluttum afurðum,“ segir í tilkynningunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hann hefði formlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um viðræður um endurskoðun tollasamninga Íslands og Evrópusambandsins. Þar til þeim viðræðum ljúki gildi þeir samningar sem samið hafi verið um árið 2015 og tóku gildi árið 2018. Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsambandi kúabænda segir að meðalkostnaður innflutningsaðila á hvert kíló af nautakjöti frá Evrópu hafi lækkað um 21,3 prósent frá nóvember í fyrra til nóvember í ár, eða úr 2.332 krónum í 1.834 krónur. Mest hafi hakk og hakkefni lækkað í innflutningsverði um rúm 40 prósent en vöðvar og hryggir um sex prósent. Meðalverð á innfluttu nautakjöti hafi lækkað um 7,3 prósent og verð á tollkvóta á nautakjöti lækkað um 65 prósent úr 570 krónum kílóið í 200 krónur kílóið. Meðfylgjandi mynd sýnir þróunina á innkaupsverði innflutningsaðila á nautakjöti frá EVRÓPU samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands (CIFverð) og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins (verð á tollkvóta. Heimild: Landssamband kúabænda. Þrátt fyrir þetta hafi verð á innfluttu nautakjöti hækkað til neytenda á tímabilinu samkvæmt nýlegri skýrslu Alþýðusambandsins. Í tilkynningu landssambandsins segir að í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafi verið fullyrt að ef fyrra kerfi verði tekið upp muni verð á innfluttum landbúnaðarafurðum hækka. Verð á nautakjöti myndi hækka um mörg hundruð krónur kílóið. Þetta sé ekki rétt. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Mynd/aðsend „Þvert á móti hefur verð á innfluttu nautakjöti hækkað til neytenda samkvæmt skýrslu ASÍ og innflutt nautakjöt hækkað meira í verði en innlent, þrátt fyrir lægri kostnað innflutningsaðila,“ segir í tilkynningu landssambandsins sem sendir jafnframt töflu yfir verðbreytingar. „Í umræðum um hækkandi matvælaverð hafa innflutningsaðilar borið fyrir sig veikingu íslensku krónunnar gagnvart evru en ljóst er á gögnum Hagstofu Íslands að sú gengislækkun hefur ekki haft hækkandi áhrif á kaupverð nautakjöts erlendis frá. Þvert á móti hefur það lækkað,“ segir Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Engu að síður og þrátt fyrir lækkun á verði tollkvóta hafi verð til neytenda hækkað. Landssamband kúabænda segir þessa töflu sýna breytingar á verði á innfluttu og innlendu kjöti. Annarri umræðu um frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að tímabundið verði tekið upp fyrra fyrirkomulag útboðs á tollkvóta lauk á Alþingi í dag. Þar var tekist á um tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að gamla fyrirkomulagið gildi í þrjú ár en ekki eitt ár eins og ráðherra lagði til. Rökin fyrir breytingunni eru að bæta þurfi bændum og framleiðendum upp minni sölu vegna mikillar fækkunar ferðamanna til landsins. Þegar frumvarpið verður orðið að lögum verður tollkvóta fyrst úthlutað til hæstbjóðanda, svo til þess sem næsthæst bauð og þannig koll af kolli uns tiltækum kvóta hefur verið úthlutað að fullu og greiða bjóðendur tilboðsfjárhæðina að fullu. En í nýrri aðferð sem tekin var upp um áramótin síðustu greiddu allir kaupendur kvóta jöfnunarverð. Utanríkisráðherra óskar eftir breytingum á samningum við ESB „Um komandi áramót mun tollkvóti frá ESB fyrir nautakjöt aukast um rúm 27%, úr 547 í 696 tonn á ársgrundvelli. Með þeirri breytingu hefur tollkvóti fyrir nautakjöt frá ESB til Íslands tæplega sjöfaldast frá ársbyrjun 2018. Með fækkun ferðamanna vegna Covid-19 og takmörkunum á starfsemi veitingahúsa hefur sala á nautakjöti dregist mjög saman, bæði á innlendum og innfluttum afurðum,“ segir í tilkynningunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hann hefði formlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um viðræður um endurskoðun tollasamninga Íslands og Evrópusambandsins. Þar til þeim viðræðum ljúki gildi þeir samningar sem samið hafi verið um árið 2015 og tóku gildi árið 2018.
Landbúnaður Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21