Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar eiga erfiðan leik fyrir höndum á Al Rayyan-vellinum á morgun. Verið er að vígja völlinn sem verður notaður fyrir HM 2022. Liðin hafa mæst í bikarúrslitum áður á þessu ári en að þessu sinni er það aðalbikarkeppnin í Katar.
Emírinn af Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, verður meðal áhorfenda og mun veita verðlaunin.
Fyrir fram er mótherji morgundagsins talinn líklegri til afreka en Al-Sadd. Spænska goðsögnin Xavi er við stjórnvölin þar og hefur liðið ekki enn tapað leik í deildinni. Það er svo annar Spánverji sem stýrir spili liðsins inn á vellinum en Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal og Villareal, gekk í raðir Al-Sadd fyrir tímabilið.
Það kemur því ekki á óvart að þegar níu umferðum er lokið trónir liðið á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli.
Heimir þekkir það vel að fara inn í leiki gegn liðum sem eru talin betri á pappír og það sama má segja um landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson.
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 17, 2020
#
18 2020
7:00
# _ # _ # _ @QFA @roadto2022 pic.twitter.com/o2p9nR3Mpz
Það má því vonandi reikna með hörkuleik en eins og áður sagði þá er mikið undir þar sem sigurvegarinn vinnur sér inn sæti Meistaradeild Asíu. Þangað hefur Al-Arabi ekki komist á þessari höld.
Ásamt Heimi eru þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson í þjálfarateymi Al-Arabi. Það má því reikna með íslensku yfirbragði á leik liðsins á morgun.