Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 08:26 Öll félögin sem veita smálán í gegnum netþjónustu eru ekki lengur skráð hér á landi heldur í Danmörku. VÍSIR/HAFSTEINN Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor. Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag þar sem rætt er við Ingvar Smára Birgisson, lögmann eCommerce. Hann segir meiðyrði ekki bundin við það að þau séu sett fram á vef- eða fjölmiðlum, heldur geti einnig verið um meiðyrði að ræða þegar ritað er í lokuðum hópum á Facebook, spjallrásum eða tölvupósti. Af hálfu eCommerce er þess krafist að ummælin verði dæmd dauð og ómerk. Þá fer fyrirtækið fram á skaðabætur upp á aðra milljón króna og birtingu leiðréttingar á ummælunum. Neytendasamtökin hafa gagnstefnt eCommerce í málinu og krafist einnar milljónar króna vegna ofgreidds kostnaðar, en samtökin fengu kröfuna framselda frá einstaklingi sem taldi sig hafa ofgreitt. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Vilhelm Umsvifamikið á smálánamarkaði Smálánafyrirtækið eCommerce bauð upp á smálán í gegnum fyrirtækin 1909, Hraðpeninga, Kredia, Múla og Smálán. Málefni eCommerce voru töluvert til umfjöllunar í fjölmiðlum sumarið 2019 eftir að Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, sagðist ekki geta ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við fyrirtækið. Hafði hún efasemdir um að lántökukostnaður viðskiptavina yrði innan löglegra marka, en fyrirtækið hafði þá lækkað vexti niður í hæstu leyfilegu vexti. Í ágúst á síðasta ári úrskurðaði Neytendastofa svo að fyrirtækið hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með innheimtu kostnaðar af neytendalánum sem nam hærri árlegri hlutfallstölu kostnaðar en 50% að viðbættum stýrivöxtum. Þá hafi upplýsingagjöf í eyðublaði sem fylgdi lánum og lánssamningum verið ófullnægjandi. Fyrirtækið mótmæli úrskurðinum og sagðist ósammála því að íslensk lög myndu gilda um smálánasamninga. Var því ákveðið að áfrýja úrskurðinum til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti svo úrskurð Neytendastofu í vor.
Smálán Neytendur Dómsmál Tengdar fréttir Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. 7. febrúar 2020 10:55
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30