Finnst skrítið að hún hafi verið valin í lið ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 14:30 Þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað á árinu var Megan Rapinoe valin í lið ársins 2020 hjá FIFA. getty/Brad Smith Margir furðuðu sig á því að Megan Rapinoe hafi verið valin í lið ársins á verðlaunahátíð FIFA, meðal annars hún sjálf. Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar. FIFA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Rapinoe hefur ekki spilað leik síðan í mars og í færslu á Twitter fannst henni skrítið að hún hafi komist í lið ársins. „Þetta er augljóslega mikill heiður fyrir mig, að vera valin af kollegum mínum í lið ársins. Á sama tíma kom það mér á óvart að ég hafi komið til greina þar sem ég hef ekki spilað síðan í mars,“ sagði Rapinoe. Hún bætti við að valið á sér í lið ársins sýndi að gera þyrfti meira fyrir kvennafótboltann í heiminum. „Við erum með svo margar frábæra fótboltakonur í heiminum og við þurfum öll að gera það sem getum til að veita þeim athygli. Það að ég hafi verið valin sýnir enn og aftur að til að taka skref fram á við þurfum við að fjárfesta meira í kvennaboltanum til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri til að sjást í sjónvarpi í sínum heimalöndum og á heimsvísu meðan þær spila,“ sagði Rapinoe. So much to be thankful for this year, and so much work still to be done. https://t.co/LtwTv8S0Jv pic.twitter.com/Kz8LettjXI— Megan Rapinoe (@mPinoe) December 17, 2020 Hún var valin besti leikmaður heims á verðlaunahátíð FIFA í fyrra. Rapinoe varð þá heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vakti auk þess mikla athygli fyrir baráttu sína utan vallar fyrir auknu jafnrétti og réttlæti. Henni tókst meðal annars að fara í taugarnar á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enska landsliðskonan Lucy Bronze var valin besti leikmaður heims 2020 af FIFA. Pernille Harder og Wendie Renard voru einnig tilnefndar.
FIFA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira