Um er að ræða kvikmynd sem Egyptinn Raouf Abd El Aziz leikstýrði og kom hún upphaflega út 11. júlí á síðasta ári en þá aðeins í Egyptalandi.
Kvikmyndin hefur nú fengið nýtt nafn, Desert Strike og fer í sýningar á streymisveitum innan skamms.
Inni á vefsíðu IMDB fær kvikmyndin 3,5 í einkunn en aðeins hafa 230 einstaklingar gefi henni dóm.
Hafþór Júlíus Björnsson fer með hlutverk Frank í myndinni og Mike Tyson virðist vera í kröppum dansi við Frank í kvikmyndinni. Svo virðist sem Hafþór leiki vonda kallinn í þessari ræmu en hér að neðan má sjá brot úr kvikmyndinni Desert Strike.
Hafþór þekkir leiklistina vel enda fór hann með stórt hlutverk í þáttunum Game of Thrones. Mike Tyson hefur einnig oft sést á hvíta tjaldinu.