Van Gerwen hefur leiðina að fjórða heimsmeistaratitlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2020 09:16 Michael van Gerwen ætlar sér í úrslit á þriðja heimsmeistaramótinu í röð. getty/Dan Mullan Þrefaldi heimsmeistarinn, efsti maður heimslistans og stærsta stjarna pílukastsins, Michael van Gerwen, mætir til leiks á HM í dag. Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Átta leikir fara fram í Alexandra höllinni í London í dag. Í þeim síðasta mætir Van Gerwen Skotanum Ryan Murray sem er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum. Van Gerwen sat hjá í 1. umferðinni á meðan sigraði Murray Lourence Ilagan frá Filippseyjum, 3-1. Murray er númer níutíu á heimslistanum. Eins og áður sagði er Van Gerwen efstur á heimslistanum og hann er að flestra mati líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari á HM. Hollendingurinn varð heimsmeistari 2014, 2017 og 2019. Hann komst í úrslit á HM í fyrra en tapaði þar fyrir Peter Wright, 7-3. Van Gerwen keppti ekki á PDC World Cup of Darts í síðasta mánuði og HM var einnig í hættu eftir sturtuferð með konunni sem fór illa. „Ég var í sturtu með unnustunni því við förum alltaf í bað saman. Það er gott. Ég sat í sturtunni og byrjaði að hósta og þar af leiðandi tognaði ég í bakinu,“ sagði Van Gerwen sem hefur nú jafnað sig á meiðslunum. Van Gerwen hefur átt misjafnt ár en mætir fullur sjálfstrausts til leiks eftir að hafa spilað vel og unnið Players meistaramótið í lok nóvember. Hann sigraði þá Mervyn King í úrslitaleiknum, 11-10. Phil Taylor, sem vann sextán heimsmeistaratitla á sínum tíma, segir að það sé pressa á Van Gerwen að vinna HM. „Hann á sína kafla. Hann spilar frábærlega í einum leik og tapar svo þeim næsta. Þetta er bara pressa. Ég þekki hana og veit hvað ég myndi gera til að sigrast á henni en ég ætla ekki að segja honum það. Þetta er alvöru próf fyrir hann,“ sagði Taylor. Í sjötta leik dagsins mætir Deta Hedman Andy Boulton. Hedman er önnur tveggja kvenna sem komust á HM 2021. Hin konan, Lisa Ashton, tapaði fyrir Adam Hunt í hörkuleik, 3-2, á miðvikudaginn. Hedman er að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Hún er næstelsti nýliðinn í sögu HM, eða 61 árs. Bein útsending frá HM í pílukasti hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3 í dag. Þá fara fyrri fjórir leikir dagsins fram. Seinni fjórir leikirnir fara svo fram í kvöld og hefst bein útsending aftur klukkan 18:00. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira