Býst við að 60 þúsund skammtar verði komnir í lok mars Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 18. desember 2020 14:26 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að samkvæmt áætlunum sem nú liggi fyrir komi um þrjú til fjögur þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til landsins í hverri viku frá því í lok desember og út mars. Þá verði komnir um 60 þúsund skammtar til landsins. Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sóttvarnalæknir var öllu svartsýnni á stöðu bóluefnis á upplýsingafundi almannavarna í gær en áður hafði verið gefið út. Hann dró þó nokkuð í land í tilkynningu síðdegis. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við fréttastofu að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hefjist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fái Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. „Þá [í lok mars] erum við komin, með þessum tíu þúsund skömmtum sem við fáum núna, í kringum 59-60 þúsund skammta,“ segir Svandís. Þar sem hver einstaklingur þarf tvo skammta af efninu ættu birgðirnar í lok mars því að duga fyrir þrjátíu þúsund manns. Horfa til fyrstu tveggja ársfjórðunga Áætlanir um framhaldið snúist svo um hvernig fyrstu skömmtunum verður ráðstafað. Líkt og fram kom í gær verða Þær snúast um hvernig skömmtunum verður ráðstafað fyrst; heilbrigðisstarfsfólk í fremstu framlínu og íbúar á öldrunarstofnunum, um fimm þúsund manns í allt, eru í fyrsta forgangi. „Þá getum við nýtt þessa tíu þúsund skammta fyrir fimm þúsund manns með mjög markvissum hætti fyrir það fólk sem er í sem mestri hættu,“ segir Svandís. „Eðli málsins samkvæmt höldum við áfram samkvæmt forgangsröðun sóttvarnalæknis, eftir því sem efnin koma til landsins vinnum við okkur niður listann.“ Svandís bendir á að í fyrstu fimm forgangshópunum séu um 12 þúsund manns en svo 73 þúsund manns í sjötta hópnum, 60 ára og eldri. Þá sé jafnframt skörun milli þessara hópa. En hvenær er áætlað að búið verði að bólusetja framlínufólk og áhættuhópa? „Af því að við erum að nýta þessa fyrstu skammta með þessum hætti náum við að dekka þessa hópa sem eru alveg í fremstu framlínu og íbúa á hjúkrunarheimilum strax núna milli jóla og nýárs. Mótefnasvarið mun þurfa tíma til að koma fram. En síðan munum við væntanlega beina sjónum okkar að elsta fólkinu, 80 plús, og svo framvegis eftir því sem þessu vindur fram. Og við gerum ráð fyrir því að við séum búin að ná utan um þetta á tveimur fyrstu ársfjórðungunum, að teknu tilliti til allra óvissuþátta, svo það sé sagt,“ segir Svandís. Gert sé ráð fyrir „mjög góðri“ stöðu fyrir mitt næsta ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47 Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Vonast eftir skýrari svörum um stöðu bóluefnis í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir verkefni dagsins vera að ræða við dreifingaraðila bóluefnis Pfizer og finna út hver staða mála sé gagnvart Evrópu. Tilkynning var send út frá lyfjarisanum í kjölfar umræðu vestanhafs um að vandræði hafi verið með framleiðslu og dreifingu bóluefnisins. 18. desember 2020 09:47
Áhyggjuefni að fólkið viti ekki hvar eða hvernig það smitaðist Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að hluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í gær hafi engin tengsl við aðra smitaða. Þetta sé vísbending um útbreiðslu veirunnar. Hann áréttar að nú sé mikill áhættutími genginn í garð. 18. desember 2020 12:33