„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 18:08 Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. Stöð 2 Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens. Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens.
Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00