Bayer Leverkusen var með einu stigi meira en Bayern Munchen þegar leikur liðanna í kvöld hófst en leikið var á heimavelli Leverkusen.
Patrik Schick kom Leverkusen yfir strax á 14.mínútu en pólski markahrókurinn Robert Lewandowski sá til þess að liðin fóru með jafna stöðu inn í leikhléið.
Staðan var jöfn allt þar til á þriðju mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma eða þegar tíu sekúndur lifðu leiks en þá skoraði Lewandowski sitt annað mark og tryggði Bayern Munchen þar með 1-2 sigur.
Meistararnir því komnir aftur á toppinn og hafa nú tveggja stiga forystu á Leverkusen og RB Leipzig sem er í 3.sætinu.