Valencia er eftir sigurinn í sjöunda sæti deildarinnar en átta efstu liðin fara í úrslitakeppni. Liðin í deildinni eru búin með þrettán til fimmtán leiki.
Valencia byrjaði leikinn illa og var 22-14 undir eftir fyrsta leikhlutann en þeir komu sér aftur inn í leikinn í öðrum leikluta. Staðan 42-41, Valencia í vil í hálfleik.
Jafnræði var áfram með liðunum í þriðja leikhlutanum en frábær fjórði leikhluti gerði það að verkum að Valencia hirti stigin tvö. Lokatölur 89-78.
Martin gerði fimm stig fyrir Valencia og gaf fjórar stoðsendingar auk þess að taka eitt frákast.

Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.