Liðsfélagi Hjartar skrapp á klósettið á meðan dómararnir kíktu á VAR Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 13:01 Jesper Lindsröm skrapp á klósettið og náði aftur til baka áður en dómararnir höfðu náð að skoða VAR. Lars Ronbog/Getty Eftir að VARsjáin var tekinn í notkun í fótboltanum þá eru fleiri pásur í leiknum og leikmenn nýta sér þær til hins ítrasta. Það var að minnsta kosti raunin hjá Íslendingaliðinu Bröndby í danska boltanum í gær. Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020 Danski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira
Bröndby er í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þeir verða í einu af tveimur efstu sætunum yfir jól og áramót en annað Íslendingalið, Midtjylland, getur jafnað þá að stigum síðar í kvöld er liðið mætir Nordsjælland. Það var Íslendingaslagur í danska boltanum í gær er Bröndby vann 2-1 sigur á Horsens á útivelli. Kjartan Henry Finnbogason skoraði mark Horsens en þeir Ágúst Eðvald Hlynsson [Horsens] og Hjörtur Hermannsson [Bröndby] komu inn á sem varamenn. Ein af sögum leiksins var þó klósettferð Jesper Lindström, leikmanns Bröndby. Simon Hedlund, framherji Bröndby, féll í vítateig Horsens í fyrri hálfleik og dómarnir ákváðu að skoða það í VAR. Það tók sinn tíma og Lindström ákvað að nýta sér tækifærið. Hann skellti sér á klósettið. „Ég komst ekki nægilega fljótt á klósettið svo þetta hentaði fullkomlega að það kom þessi langa pása. Þetta voru erfiðar fyrstu tuttugu mínútur en eftir þetta var ég mikið léttari. Ég hljóp svo frá einum leikmanni Horsens og skoraði,“ sagði Jesper léttur. Hann hefur verið einn besti leikmaður Superligunnar í ár. „En í einlægni þá er þetta mjög pirrandi að þetta skuli taka svona langan tíma. Maður stendur og verður kalt og pirraður. Ég get ímyndað mér að þetta sé einnig pirrandi fyrir stuðningsmennina því þetta tekur spennuna úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa þurft að fara á klósettið þá missti ég ekki af einni sekúndu í leiknum.“ 2020 slutter med en sejr Hør, hvad Jobbe og Frendrup havde at sige efter kampen i Horsens #ACHBIFhttps://t.co/RxqQKqZMmO pic.twitter.com/RKdWYAd2f8— BrondbyIF (@BrondbyIF) December 20, 2020
Danski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Fleiri fréttir Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ Sjá meira