Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 10:31 Ísland er orðið dökkgult á korti Bloomberg en var áður ljósgult. SKjáskot/Bloomberg Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Í fyrstu útgáfu af úttekt Bloomberg kom fram að Íslendingar hefðu tryggt sér bóluefnaskammta fyrir 103 þúsund manns, eða 29 prósent af íbúum. Löndum úttektarinnar var jafnframt gefinn litur eftir því hversu marga skammta af bóluefni þau hafa tryggt sér miðað við íbúafjölda. Þau sem hafa tryggt sér mest af efninu eru dökkgræn en þau sem hafa tryggt sér minnst eru ljósgul. Ísland var fyrst ljósgult, líkt og mörg af fátækustu ríkjum heims á kortinu, en er nú orðið dökkgult og þá á pari við lönd á borð við Brasilíu og Egyptaland. Eftir að fjallað var um úttekt Bloomberg birti heilbrigðisráðuneytið tilkynningu á vef sínum í gær þar sem áréttað er að stjórnvöld hafi tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins. Þannig tryggi samningar við Pfizer og AstraZeneca, sem þegar hafa verið undirritaðir, bóluefni fyrir 200 þúsund manns. Þriðji samningurinn við Janssen verði undirritaður á Þorláksmessu og tryggi skammta fyrir 117.500 manns. Þessir þrír samningar eru sagðir tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund manns, samkvæmt tilkynningu. Í fyrri útgáfu var þessi tala þó sögð 376 þúsund en það hefur nú verið leiðrétt. Samningur við Moderna verði svo undirritaður á gamlársdag en ekki liggi fyrir hversu marga skammta Íslendingar fái. Í úttekt Bloomberg er Ísland nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 218 þúsund manns eða 61 prósent íbúa. Ekki er skýrt á hverju þessar tölur eru nákvæmlega byggðar en þær eru þó nálægt því sem samningar við Pfizer og AstraZeneca tryggja, samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins; skammtar fyrir 200 þúsund íbúa.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24