Bubbi sendir Seyðfirðingum kveðju og býður þeim öllum á Þorláksmessutónleikana Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 11:04 Bubbi flutti brot úr laginu Regnbogans stræti. Bubbi Morthens sendir kveðju til Seyðfirðinga eftir atburði síðustu daga og býður þorpsbúum á tónleika. Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“ Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Hann segir að lag hans Regnbogans stræti hafi orðið til einmitt þegar hann gekk um Regnbogans stræti á Seyðisfirði. Sagði þá við vin sinn Davíð Kristinsson athafnamann þar eystra, að einn dag myndi hann semja lag sem héti þetta. „Á sínum tíma tók hann mig með í gönguferð, fyrir mörg ár, og sýndi mér Regnbogans stræti,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann segir þetta löngu áður en Skólavörðuholtið kom inn með sín lituðu stræti. Kveikjan að Regnbogans stræti á Seyðisfirði „Og ég var svo uppnuminn, var með tónleika í kirkjunni og Regnbogans stræti lá eiginlega bara inn í kirkjuna. Mér fannst þetta svo stórfenglegt að eitthvað fólk hafi farið að mála þetta sólarhring áður en gleðigangan var á Seyðisfirði. Þú varst að gefa mér hugmynd að lagi sem ég hef beðið lengi eftir.“ Bubbi segir erindi í þessu lagi eiga vel við nú eftir hinar hræðilegu hremmingar sem vatnsviðrið og aurskriðurnar hafa kallað yfir bæinn og bæjarbúa. Bubbi birtir myndband á Facebook þar sem hann flytur brot úr laginu og segist vitaskuld hafa hugsað til Seyðfirðinga og fallega bæjarins sem er einn af fallegustu bæjum landsins. Hann bauð svo öllum Seyðfirðingum á Þorláksmessutónleika sína sem verða í beinu streymi á myndlyklum Vodafone, Símans og í streymi í gegnum Tix.is. „Svo sá ég þessa yfirgengilegu hörmungar sem þeir Seyðfirðingar eru að lenda í og Davíð í viðtölum. Mér þótti glatað að hann skyldi missa allt vínilsafnið áritað, Bubbasafnið, ég verð að reyna að sefa þetta og bjóða honum og öllu þorpinu frítt streymi.“ Og húsin þau hverfa í aurinn Bubbi er nú að vinna í að Davíð vinur hans fái aðrar plötur í stað þeirra sem fóru. „Hvort það væri ekki hægt að færa honum þetta að gjöf. Við verðum að bregðast við og sýna samhug. Og kærleika.“ Bubbi hefur alltaf haft til að bera ríkulega samkennd með þeim sem eru í vanda, eiga undir högg að sækja sem svo birtist í lögum hans. Eitt allra áhrifaríkasta lag Bubba var til dæmis samið um snjóflóðin fyrir vestan og heitir Með vindinum kemur kvíðinn. Bubbi segir þetta lag eiga vel við núna: Fjallið það öskrar, svo fellur öll hlíðin, og húsin þau hverfa í kófið. Eða aurinn núna. „Já, þetta er hrikalegt. Erfitt að setja sig í þessar stellingar. Þó ég búi undir fjalli eins og er.“
Aurskriður á Seyðisfirði Tónlist Jól Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira