Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 11:20 Ursula von der Leyen birti þessa mynd með tísti sínu í morgun. Ætla má að myndin sýni forsetann í miðjum samræðum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Twitter Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. „Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
„Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24