Kári Steinn með gott forskot í farteskinu fyrir jólafrí Guffi Þorvaldsson skrifar 21. desember 2020 19:01 Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári. Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári. Hörku kappakstur var á dagskrá, þar sem Kári Steinn sigraði með yfirburðum. Keppni efstu deildarinnar í hermikappakstri er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 esport 2 klukkustunda þolakstur í efstu deild Tier 1, efsta deild GTS Iceland, þreytti tveggja klukkustunda þolakstur á hinni sögufrægu Circuit de la Sarthe keppnisbraut, betur þekkt sem “Le Mans”. Keyrt var á keppnisbílum í LMP1 (Le Mans Prototypes) flokki og hraðinn því mikill. Kári Steinn Þórisson, ríkjandi Íslandsmeistari og liðsmaður G&K Racing, gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með nokkrum yfirburðum, en 26 sekúndur skildu hann að frá næsta manni. Annað sætið féll í skaut Haralds Björnssonar í Team AutoCenter og skammt undan honum í þriðja sæti var Jón Ægir Baldursson í BYKO Racing Team. Kári er kominn með nokkuð þægilegt forskot í stigakeppni ökumanna, en baráttan er hörð í 2.-3. sæti á milli Hannesar Jóhannssonar og Haralds. Í liðakeppninni er G&K Racing, keppnislið Kára Steins og Guffa Þorvaldssonar í góðri stöðu á toppnum með 30 stiga forskot á lið þeirra Haralds og Skúla Þórs, Team AutoCenter. Heildarúrslit keppninnar Seinni hálfleikur eftir áramót Það er nóg eftir af kappakstri ennþá og segja má að seinni hálfleikur sé að hefjast eftir áramót. Keppnistímabilið í Tier 1 deildinni er langt og strangt, en það spannar 17 keppnir yfir 8 mánuði og er því ekki nema rétt tæplega hálfnað. Það er því allt galopið ennþá þegar kemur að stigakeppni ökumanna og liða. Efstu þrjú nöfnin eru þó kunnugleg, en Kári, Hannes og Haraldur enduðu í efstu þremur sætunum á 2019-20 keppnistímabilinu, en það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu tímabilsins og sjá hvernig toppslagurinn þróast. Næsta keppni fer fram miðvikudagskvöldið þann 13. janúar og verður hægt að fylgjast með fjörinu í beinni útsendingu á Stöð 2 E-Sport og á YouTube rás GTS Iceland. Keyrt í fleiri deildum Samhliða Tier 1 eru starfræktar tvær aðrar deildir innan GTS Iceland sem kallast Tier 2 og Tier 3. Með áttundu umferð lauk Vetrartímabili í þeim deildum, en það voru þau Óttar Örn Johnson (Tier 2) og Eva María Knútsdóttir (Tier 3) sem báru sigur úr býtum. Nýtt tímabil, Vortímabil, hefst í janúar í þessum deildum. Nánari umfjöllun um kappakstur vikunnar í deildunum þremur, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, má nálgast í færslu á vefsíðu GTS Iceland hér. Rafíþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Áttunda umferð GTS Iceland, íslensku mótaraðarinnar í Gran Turismo Sport, fór fram dagana 15.-16. desember. Um var að ræða síðustu keppnir deildarinnar á árinu en nú er deildarkeppnin komin í jólafrí og hefst á ný um miðjan janúar á nýju ári. Hörku kappakstur var á dagskrá, þar sem Kári Steinn sigraði með yfirburðum. Keppni efstu deildarinnar í hermikappakstri er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 esport 2 klukkustunda þolakstur í efstu deild Tier 1, efsta deild GTS Iceland, þreytti tveggja klukkustunda þolakstur á hinni sögufrægu Circuit de la Sarthe keppnisbraut, betur þekkt sem “Le Mans”. Keyrt var á keppnisbílum í LMP1 (Le Mans Prototypes) flokki og hraðinn því mikill. Kári Steinn Þórisson, ríkjandi Íslandsmeistari og liðsmaður G&K Racing, gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina með nokkrum yfirburðum, en 26 sekúndur skildu hann að frá næsta manni. Annað sætið féll í skaut Haralds Björnssonar í Team AutoCenter og skammt undan honum í þriðja sæti var Jón Ægir Baldursson í BYKO Racing Team. Kári er kominn með nokkuð þægilegt forskot í stigakeppni ökumanna, en baráttan er hörð í 2.-3. sæti á milli Hannesar Jóhannssonar og Haralds. Í liðakeppninni er G&K Racing, keppnislið Kára Steins og Guffa Þorvaldssonar í góðri stöðu á toppnum með 30 stiga forskot á lið þeirra Haralds og Skúla Þórs, Team AutoCenter. Heildarúrslit keppninnar Seinni hálfleikur eftir áramót Það er nóg eftir af kappakstri ennþá og segja má að seinni hálfleikur sé að hefjast eftir áramót. Keppnistímabilið í Tier 1 deildinni er langt og strangt, en það spannar 17 keppnir yfir 8 mánuði og er því ekki nema rétt tæplega hálfnað. Það er því allt galopið ennþá þegar kemur að stigakeppni ökumanna og liða. Efstu þrjú nöfnin eru þó kunnugleg, en Kári, Hannes og Haraldur enduðu í efstu þremur sætunum á 2019-20 keppnistímabilinu, en það verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu tímabilsins og sjá hvernig toppslagurinn þróast. Næsta keppni fer fram miðvikudagskvöldið þann 13. janúar og verður hægt að fylgjast með fjörinu í beinni útsendingu á Stöð 2 E-Sport og á YouTube rás GTS Iceland. Keyrt í fleiri deildum Samhliða Tier 1 eru starfræktar tvær aðrar deildir innan GTS Iceland sem kallast Tier 2 og Tier 3. Með áttundu umferð lauk Vetrartímabili í þeim deildum, en það voru þau Óttar Örn Johnson (Tier 2) og Eva María Knútsdóttir (Tier 3) sem báru sigur úr býtum. Nýtt tímabil, Vortímabil, hefst í janúar í þessum deildum. Nánari umfjöllun um kappakstur vikunnar í deildunum þremur, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, má nálgast í færslu á vefsíðu GTS Iceland hér.
Rafíþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn