„Ég er sár og ég er reiður“ Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2020 11:29 Viggó Haraldur Viggósson segir að nú sé verið að svipta sig og fjölskyldu sinni lífsviðurværinu. Golfhermastað hans var lokað en á meðan er fjöldi hliðstæðrar starfsemi opin. Hann telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. visir/vilhelm Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golfklúbbsins telur sig mega sæta svívirðilegri mismunun. „Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
„Mér er nokkuð niðri fyrir, ég hef áhyggjur og líður ekki vel, ég er sár og ég er reiður.“ Svo hefst áhrifamikil ræða sem Viggó setti fram á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi. Nú eru rúmir fjórir sólahringar frá því að lögreglan lokaði Golfklúbbnum, fyrirtæki Viggós, með offorsi að sögn eigandans. Með aðgerðunum er hann sviptur lífsviðurværi sínu. Vísir greindi frá því fyrir fjórum dögum þegar lögreglan lokaði stað hans, þar sem hann býður upp á að gang að golfhermum. Síðan hefur ekkert gerst Viggó til mikillar gremju. Hann telur sig mega sæta valdníðslu af hálfu lögreglu og mismunun því sambærileg starfsemi er opin. Áhrifarík ræða Viggó ritaði harðorðan pistil auk þess sem hann birtir myndbandsbrot af sér í golfhermi þar sem hann fer yfir málin. Og sendir þeim sem hann telur standa að baki aðförinni á hendur sér jökulkalda jólakveðju. Óhætt er að segja að framsetningin sé áhrifarík því milli málsgreina slær hann föst golfhögg í einum herma sinna. Líklega er Golfklúbburinn eina fyrirtækið í landinu sem hefur fengið slíka meðferð, að sögn Viggós. Hann talar um aðför sem eigi sér enga stoð í lögum. „Lögreglu hefði verið í lófa lagið að beita öðrum aðferðum, en kaus að sparka á versta stað.“ Viggó Haraldur segir aðferðina eitt en hvernig þetta allt er til komið annað. „Samkvæmt dagbók lögreglu, en það er eina opinbera gagnið sem ég hef í málinu, er aðförin gerð að áeggjan ÍSÍ. Þar segir orðrétt „Fyrr í dag kom ábending frá ÍSÍ að umræddur staður væri með golfherma opna…“! Hvernig má það vera að ÍSÍ fari fram með þessum hætti?“ spyr Viggó en fær engin svör. Aðrir sambærilegir staðir opnir Viggó segir blasa við að hann megi sæta mismunun. Lokað hafi verið hjá sér með „leifturaðgerð“, fólk hafi ekki einu sinni fengið að gera upp, svo mikið lá á að loka. En hvað með aðra sambærilega starfsemi? Gildi sama hættumatið þar, spyr Viggó. „Keiluhöllin starfar áfram óáreitt; ég hefði átt von á því að sveitin sem lokaði hjá mér hefði farið rakleiðis yfir götuna til að skella í lás þar. Sama gildir um Minigarðinn (minigolf), Bullseye (pílustaður), Rush (trampólíngarður), Flyover Iceland (flughermir), Golfsvítan (golfhermar), Golffélagið (golfhermar), kvikmyndahús o.s.frv. Nú þá mega æfingasvæðin Básar og Hraunkot vera opin.“ Viggó segir ekki vera að benda á þessa staði svo rokið verði til og þeim lokað. „Þvert á móti þá er ég að kalla eftir því að fá að vera opinn eins og þeir.“ Viggó segist blasa við að hann eigi engra annarra úrkosta völ en leita réttar síns.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira