IKEA skiptir versluninni í sex hólf vegna samkomubannsins Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 11:08 Starfsfólk IKEA mun tryggja að ekki séu fleiri en hundrað manns í hverju hólfi á hverjum tíma. Vísir/Vilhelm Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Verslun IKEA í Kauptúni hefur verið skipt í sex hólf sem viðbrögð við samkomubanni yfirvalda. Er ætlunin að tryggja að að hámarki hundrað manns séu í hverju hólfi á hverjum tíma. Þetta segir Stefán R. Dagsson framkvæmdastjóri í samtali við fréttastofu. Hann segir að IKEA hafi gripið til fjölmargra ráðstafana vegna samkomubannsins og vilji leggja sitt á vogarskálarnar við að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Margir hafa velt fyrir sér framkvæmd samkomubannsins í verslunum þar sem tryggja skal að færri en 100 séu samankomnir. Sömuleiðis skal skipuleggja rými þannig að hægt sé að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli einstaklinga. Sjöunda hólfið Stefán segir að bæði neðri og efri hluti verslunarinnar hafi verið skipt í tvö hólf og þá sé veitingasvæðið og lagerinn sömuleiðis skilgreind sem sérstök hólf. Einnig er baksvæði fyrir starfsmenn skilgreint sem sjöunda hólfið. Hann segir að til að byrja með verði talið inn og út úr versluninni og sömuleiðis verði starfsmenn látnir fylgjast með að fjöldi fólks í hverju hólfi fyrir sig verði ekki meiri en hundrað á hverjum tíma. Verklag verði breytt þyki ástæða til. Gulu pokarnir teknir úr umferð Stefán segir að gulu pokarnir, sem nýtast jafnan viðskiptavinum við að safna saman vörum, hafi verið teknir úr umferð. Handföng á innkaupakerrum verði sótthreinsaðar og þá hefur borðum á veitingasvæðinu verið fækkað til að tryggja fjarlægð milli hópa. Einhverjir starfsmenn IKEA hafa verið sendir heim til að vinna þaðan eins og hægt er og þá hafa breytingar verið gerðar á aðstöðu starfsmanna í verslun til að tryggja að farið sé að fyrirmælum yfirvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira