Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2020 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Fleiri fréttir Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Sjá meira