Fjöldi fólks reynir að komast í forgangshóp vegna bóluefnis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Töluverður fjöldi Íslendinga hefur óskað eftir því að komast í forgangsröð hvað varðar bólusetningu með bóluefni Pfizer. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnaráðherra, í samtali við fréttastofu. Fimmtíu þúsund skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer berast hingað til lands fram í mars en fyrstu tíu þúsund skammtarnir berast 28. desember. Stefnt er á að bólusetning hefjist 29. desember. Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum viða um land á einum til tveimur dögum í næstuviku. Bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum. Þórólfur segir að töluverður fjöldi fólks hafi óskað eftir því að komast í forgangshóp. Hann segir að starfsmenn mikilvægra fyrirtækja séu ekki í forgangshópi. „Það auðvitað vilja allir fá þetta bóluefni sem fyrst og í raun og veru er öll starfsemi og öll fyrirtæki mikilvæg, við gegnum öll mikilvægu hlutverki í þessu þjóðfélagi. Menn eru að reyna að koma sér framar í röðina og ég skil það bara fullkomlega,“ segir Þórólfur. Hann segir að hann hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um slíkt. „Já, alveg helling,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. 23. desember 2020 17:57 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Fimmtíu þúsund skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer berast hingað til lands fram í mars en fyrstu tíu þúsund skammtarnir berast 28. desember. Stefnt er á að bólusetning hefjist 29. desember. Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum viða um land á einum til tveimur dögum í næstuviku. Bóluefninu verður skipt á milli heilbrigðisstarfsfólks og íbúa á hjúkrunarheimilum í fyrstu forgangshópum. Þórólfur segir að töluverður fjöldi fólks hafi óskað eftir því að komast í forgangshóp. Hann segir að starfsmenn mikilvægra fyrirtækja séu ekki í forgangshópi. „Það auðvitað vilja allir fá þetta bóluefni sem fyrst og í raun og veru er öll starfsemi og öll fyrirtæki mikilvæg, við gegnum öll mikilvægu hlutverki í þessu þjóðfélagi. Menn eru að reyna að koma sér framar í röðina og ég skil það bara fullkomlega,“ segir Þórólfur. Hann segir að hann hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir um slíkt. „Já, alveg helling,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 „Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. 23. desember 2020 17:57 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
„Ég held að fólk sé greinilega ekki að hlusta á mig“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé greinilegt að fólk sé ekki að taka mark á varnaðarorðum hans þegar litið er til þeirrar mannmergðar sem blasir við víða nú í aðdraganda jólahátíðarinnar. Mikil bílaumferð sýni glögglega að fólk sé á ferð og flugi á Þorláksmessu. Þórólfur hefur biðlað til fólks að takmarka mjög hittinga, sinna persónulegum smitvörnum og almennt að draga úr hraðanum í lífinu. 23. desember 2020 17:57