Það hefur ekki gerst síðan tímabilin 1978-1980 að sama liðið siti á toppnum um jólin þrjú ár í röð, en þá var það einnig Liverpool sem náði því afreki undir stjórn Bob Paisley.
Jólin 2018 sat Liverpool á toppnum með fjögurra stiga forskot á Manchester City, en City endaði á því að vinna deildina með einu stigi meira en Liverpool. Í fyrra var Liverpool á toppnum með tíu stiga forystu á Leicester og endaði á því að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í þrjátíu ár með átján stigum meira en Manchester City sem endaði þá í öðru sæti.
Þessi jólin er Liverpool enn og aftur á toppnum, með fjögurra stiga forystu á Leicester sem situr í öðru sæti önnur jólin í röð.