Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 16:30 Rudy Giuliani og Sidney Powell voru í framlínunni í lögmannateymi Trump sem leitaðist við að fá úrslitum kosninganna hnekkt. AP/Jacquelyn Martin Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent