Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum Birgir Olgeirsson skrifar 26. desember 2020 13:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar. Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Ekki var hægt að komast í sýnatöku innanlands í gær vegna jólalokunar á öllum heilsugæslustöðvum á landinu. Í dag er þó hefðbundinn opnunartími í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu og hvetur sóttvarnalæknir alla sem finna fyrir einkennum að fara í sýnatöku. Nýtt afbrigði veirunnar, sem oftast er kennt við Bretland, og er sagt mun meira smitandi en fyrri afbrigði veirunnar, greindist á landamærunum í desember. Það greindist svo aftur um 20. desember á landamærunum. „Það greindist einn á landamærunum fyrir jól með breska afbrigðið. Það var þá tilfelli tvö í raun veru með breska afbrigðið. Sá viðkomandi er nú í einangrun,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Afbrigðið hefur þó ekki enn greinst innanlands. „Það segir bara það að það hefur tekist að forða því með góðum aðgerðum,“ segir Þórólfur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa rætt við sóttvarnalækni eftir að greint hafði verið frá veru ráðherrans í samkvæmi í Ásmundarsal sem lögreglan leysti upp á Þorláksmessu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að mál ráðherrans væri afsakanlegt. Spurður hvort þetta gæti minnkað virðingu almennings fyrir reglunum segir sóttvarnalæknir erfitt að spá fyrir um það. „Ég vona það svo sannarlega ekki. Þetta allt saman sýnir hvað við þurfum að passa okkur vel öllum stundum. Það er auðvelt fyrir hvern sem er að gleyma sér og við þurfum að hafa þetta ofarlega í huga alltaf. Ég held að þetta eigi frekar að vera áminning um að standa okkur betur,“ segir Þórólfur. Verið er að dreifa bóluefni Pfizer til Evrópulanda í dag og á bólusetning að hefjast í álfunni á morgun. Bóluefnið kemur hingað til lands á mánudag og eiga bólusetningar að hefjast á þriðjudag. Þórólfur segir einn eða tvo daga til eða frá ekki skipta máli. „Við þurfum bara að hafa plan þegar það kemur og að allt sé tilbúið. Þetta er bara fínt plan eins og það er núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33 Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46 „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. 26. desember 2020 08:33
Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn. 26. desember 2020 12:46
„Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn af minni hálfu“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist skilja vonbrigði fólks yfir að hafa ekki fylgt sóttvarnarreglum þegar hann mætti í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hann segir hegðun sína ekki til eftirbreytni en að hún kalli þó ekki á afsögn. 25. desember 2020 15:50