Um var að ræða sannkallaðan sex stiga leik en Al-Arabi varð að landa sigri til að lyfta sér upp frá fallsvæðinu. Það tókst þökk sé marki Mehrdad Mohammadi á 44. mínútu leiksins. Staðan því 1-0 gestunum í vil í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins.
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn á miðri miðju Al-Arabi sem er nú komið upp í 8. sæti deildarinnar með 12 stig.