Messi segist dreyma um að spila í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 08:00 Lionel Messi í síðasta leik Barcelona liðsins fyrir jólafrí. Getty/David S. Bustamante Lionel Messi er sannfærður um að hann hefði unnið málið gegn Barcelona en hann vildi ekki yfirgefa félagið á þann hátt. Hann gaf mjög opinskátt sjónvarpsviðtal í Argentínu í gær. Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Messi fékk aukafrí hjá Barcelona til að fara heim til Argentínu um jólin og hanngaf La Sexta einkaviðtal þar sem hann fór yfir síðustu mánuði þar sem mikið hefur gengið á í hans lífi. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust og taldi sig geta það samkvæmt ákvæði í samningi sínum. Barcelona gaf sig ekki og Messi hætti við. „Gat ég farið síðasta sumar? Ég veit það að ef við hefðum farið með málið fyrir dómstóla þá hefðum við unnið. Það var ekki bara einn lögfræðingur sem sagði mér það heldur margir. Ég vildi bara ekki fara þannig frá félaginu,“ sagði Lionel Messi en hann má byrja að tala við önnur félög 1. janúar. Lionel Messi would like to play in US but is committed to Barcelona https://t.co/H9p1XRMZU4— Guardian sport (@guardian_sport) December 27, 2020 „Ég mun ekki fara í samningaviðræður við önnur félög. Ég mun bíða þar til tímabilið klárast og ákveð mig síðan í júní,“ sagði Lionel Messi sem sendi frægt fax til Barcelona í sumarlok þar sem hann tilkynnti þeim að hann væri á förum. „Ég eyddi heilu ári í að segja [Josep] Bartomeu að ég vildi fara frá Barcelona. Forsetinn svaraði alltaf: Nei. Faxið var sent til að þess að þetta yrði formlegt. Ég hélt að ég hefði lokað hringnum. Ég þurfti á breytingu að halda. Ég vildi fara því Barcelona hringurinn var búinn. Krakkarnir mínir sögðu að þau vildi ekki fara en mér fannst þetta vera það besta í stöðunni fyrir mig,“ sagði Messi. Ronald Koeman tók við Barcelona liðinu af Quique Setien en liðið hefur ekki getað styrkt sig almennilega vegna peningavandræða og er bara í fimmta sæti deildarinnar. Messi speaks pic.twitter.com/KT1Un9Wlki— B/R Football (@brfootball) December 27, 2020 „Það verður erfitt að ná í leikmenn. það er enginn peningur til. Þeir verða að sækja mikilvæga leikmenn. Það yrði mjög dýrt að ná í Neymar. Þetta er mjög erfið staða sem bíður nýja forsetans og hann þarf að vera klókur,“ sagði Lionel Messi. „Mér leið mjög illa síðasta sumar en núna líður mér vel. Ég er spenntur fyrir að berjast fyrir öllu í boði. Félagið er samt að fara í gegnum erfiða tíma og allt í kringum Barcelona er basl. Ég veit að staðan er mjög, mjög slæm hjá Barcelona. Það verður mjög erfitt að komast þangað sem við vorum,“ sagði Lionel Messi. Messi fór yfir víðan völl í viðtalinu og þar kom meðal annars fram að það hafi alltaf verið draumur hans að spila í Bandaríkjunum. „Ég vildi fá tækifæri til að spila í Bandaríkjunum en það hefur alltaf verið einn af draumum mínum. Ég veit samt ekki hvort það verði að því,“ sagði Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira