Bretar stefna á strangar reglur um óhollustu í verslunum 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 12:11 Bresk stjórnvöld vilja meina að tilboð á óhollustu spari fólki ekki peninga, heldur leiði til þess að það kaupir meira. Bresk stjórnvöld hyggjast banna matvöruverslunum að staðsetja óhollar matvörur og drykk við afgreiðslukassa. Þá hyggjast þau einnig banna verslunum að selja þau í svokölluðum „tveir fyrir einn“ tilboðum. Fyrrnefndar reglur munu ekki eingöngu gilda um afgreiðslukassa heldur einnig aðrar „söluvænlegar“ staðsetningar í verslunum, til dæmis við innganga og við enda hilluganga. Þá munu svipaðar reglur gilda um vefsíður, þar sem óhollustu auglýsingatenglar verða bannaðir á forsíðum vefsvæða og greiðslusíðum. Veitingastöðum verður einnig bannað að auglýsa fría áfyllingu gosdrykkja. Umrædd bönn munu ekki taka gildi fyrr en í apríl 2022, að undangengnu samráðsferli. Þau munu hins vegar einnig fela í sér takmarkanir á magntilboðum á sykruðum matvörum og drykkjum og þá verður uppstillingasvæði óhollustu takmarkað við 185 fermetra. Reglurnar gilda eingöngu fyrir stórar matvöruverslanir, þar sem starfsmenn eru fleiri en 50. Til að rökstyðja ákvörðun sína hafa stjórnvöld meðal annars vísað til þess að í stað þess að spara fólki peninga, leiði tilboð á óhollustu hreinlega til þess að fólk kaupir meira. Hópar sem berjast gegn offitu hafa tekið tillögunum fagnandi og samtökin Action on Sugar hafa meðal annars skorað á ráðamenn að standast þrýsting frá matvælaiðnaðinum. Þá segir talsmaður regnhlífasamtakanna Obesity Health Alliance verslanir hafa nægan tíma til að grípa til ráðstafana. Guardian sagði frá. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira
Fyrrnefndar reglur munu ekki eingöngu gilda um afgreiðslukassa heldur einnig aðrar „söluvænlegar“ staðsetningar í verslunum, til dæmis við innganga og við enda hilluganga. Þá munu svipaðar reglur gilda um vefsíður, þar sem óhollustu auglýsingatenglar verða bannaðir á forsíðum vefsvæða og greiðslusíðum. Veitingastöðum verður einnig bannað að auglýsa fría áfyllingu gosdrykkja. Umrædd bönn munu ekki taka gildi fyrr en í apríl 2022, að undangengnu samráðsferli. Þau munu hins vegar einnig fela í sér takmarkanir á magntilboðum á sykruðum matvörum og drykkjum og þá verður uppstillingasvæði óhollustu takmarkað við 185 fermetra. Reglurnar gilda eingöngu fyrir stórar matvöruverslanir, þar sem starfsmenn eru fleiri en 50. Til að rökstyðja ákvörðun sína hafa stjórnvöld meðal annars vísað til þess að í stað þess að spara fólki peninga, leiði tilboð á óhollustu hreinlega til þess að fólk kaupir meira. Hópar sem berjast gegn offitu hafa tekið tillögunum fagnandi og samtökin Action on Sugar hafa meðal annars skorað á ráðamenn að standast þrýsting frá matvælaiðnaðinum. Þá segir talsmaður regnhlífasamtakanna Obesity Health Alliance verslanir hafa nægan tíma til að grípa til ráðstafana. Guardian sagði frá.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Sjá meira