„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 13:59 Ragnar segir daginn í dag mikinn gleðidag. Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. „Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00