Útlit fyrir að sex skammtar leynist í hverju glasi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 14:49 Ef rétt reynist verður hægt að bólusetja sex þúsund manns í stað fimm þúsund með bóluefninu sem kom í morgun. Vísir/Egill og Pfizer Útlit er fyrir að hægt verði að ná sex skömmtum í stað fimm úr hverju glasi af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech sem barst hingað til lands í morgun. Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að skammtarnir telja þá tólf þúsund í stað tíu þúsund. Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að í ljós hefði komið þegar bólusetningar hófust í Bandaríkjunum að í lyfjaglösunum leyndust allt að sjö skammtar, í stað fimm. Þá gaf Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) heimild fyrir því að viðbótarskammtarnir yrðu nýttir. Samkvæmt heimildum Vísis leynast að minnsta kosti sex skammtar í glösunum sem bárust hingað til lands en Vísi er ekki kunnugt um hvort notkun þeirra er háð samþykki Lyfjastofnunar. Eins og fram hefur komið þarf að geyma og flytja bóluefnið frá Pfizer og BioNTech við mikið frost. Það er flutt í duftformi en í fyrramálið, þegar það hefur þiðnað, verður því blandað við saltvatnslausn svo hægt sé að hefja bólusetningar. Pfizer hefur ekki tekið afstöðu til notkunar umframskammta en það ku vera algengt að viðbót leynist í bóluefnaglösum til að mæta því að eitthvað fari til spillis. FDA mælir hins vegar ekki með því að blanda saman skömmtum milli glasa. Uppfært kl. 15.01: Vísir ræddi við Rúnu Hauksdóttur Hvannberg, forstjóra Lyfjastofnunar, sem sagði það ekki á forræði stofnunarinnar að taka ákvörðun um notkun viðbótarskammta. Hún sagði leiðbeiningar um bólusetninguna á höndum sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar en sambærileg yfirvöld í Danmörku hefðu gefið leyfi fyrir notkun umframefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira