Klár í sprautuna: „Það sögðu allir nei, nema ég“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2020 15:57 Frá starfinu í Seljahlíð. Reykjavíkurborg Þorleifur Hauksson verður fyrsti íbúi á hjúkrunarheimili til þess að fá bólusetningu við Covid-19 hér á landi. Eins og fram hefur komið eru framlínustarfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilum í forgangi. Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Heilbrigðisstarfsmaður í framlínu verður sprautaður með bóluefni um klukkan 9 í fyrramálið. Bólusetningin mun fara fram á fjarfundi sem sendur verður út í beinni útsendingu, meðal annars á Vísi. Útsendingin verður í anda upplýsingafunda almannavarna sem verið hafa á árinu. Næsti hópur í röðinni er starfsfólk Landspítalans og fólk á hjúkunarheimilum. Í seinni hópnum er það Þorleifur, sem er 63 ára, sem fær fyrstu sprautuna. „Seljahlíð hafði verið valin. Það var talað við fjórar manneskjur og ég var ein af þeim. Það sögðu allir nei, nema ég,“ segir Þorleifur í samtali við Vísi. Og ástæðan? „Mér fannst þetta svolítið spennandi.“ Ekki vitund stressaður Þorleifur hefur verið íbúi í Seljahlíð í hálft annað ár. Tvö ár í júní. Hann segir Margréti Árdísi Ósvaldsdóttur, forstöðumann í Seljahlíð, hafa spurt hann á Þorláksmessu hvort hann hefði áhuga. Hann hafi beðið um umhugsunartíma á meðan hún spyrði aðra. „Svo kom hún og spurði mig þegar hún var búin að tala við þessa hina þrjá, þá sagði ég já.“ Þorleifur er ekki vitund stressaður fyrir Covid-19 sprautu frekar en öðrum sprautum. „Þetta er ekkert öðruvísi en að fá aðra sprautu,“ segir Þorleifur. Aðspurður hvort fjölmiðlafárið verði ekki kannski örlítið meira en við fyrri sprautur hans á lífsleiðinni játar hann að eiga von á því. Erfitt að neita því enda fárið í raun hafið með þessu viðtali. Raunar stefnir Vísir á að vera í beinni útsendingu úr Seljahlíð í fyrramálið klukkan tíu þegar Þorleifur verður sprautaður. Reiknar með að sofa vel í nótt „Þetta leggst bara vel í mig,“ segir Þorleifur. Hann lætur vel af veru sinni í Seljahlíð og minnir á að ekkert kórónuveirusmit hafi komið upp þar. Mjög vel sé passað upp á sóttvarnir og þar fari enginn inn án grímu. Þorleifur nefnir að hann eigi fjóra bræður sem geti aðeins heimsótt hann hver fyrir sig. Þá verði þeir að tilkynna um komu sína fyrir fram. Hann metur það þó þannig að meiri liðleiki sé í Seljahlíð en til dæmis á Droplaugastöðum þar sem faðir hans er. Enda sé fjöldinn töluvert meiri þar. Bólusetningin fer fram í matsalnum á fyrstu hæðinni í Seljahlíð í fyrramálið að sögn Þorleifs. Aðgangur fjölmiðla verður einhver en þó innan þess ramma sem reglur um sóttvarnir skapa. „Ég mun sofa vel, ég er vanur því,“ segir Þorleifur um komandi nótt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira