Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 16:19 Loujain al-Hathloul við ólöglegan akstur í Sádi-Arabíu áður en hún var handtekin. Vísir/AP Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu. Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020 Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020
Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira