Gjaldið lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:31 Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Vísir/Vilhelm Gjald fyrir leghálsstrok lækkar úr 4.818 krónum í 500 krónur um áramótin, þegar heilsugæsla um allt land tekur við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Almenn komugjöld í heilsugæslu lækka jafnframt úr 700 krónum í 500 krónur 1. janúar næstkomandi og sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Áætlaður kostnaður vegna framangreindra breytinga nemur um 135 milljónum króna á ári, að því er segir í tilkynningu. Heilsueflandi námskeið og gjaldfrjáls VIRK-vottorð Fleiri breytingar eru ráðgerðar hjá heilsugæslunni. Þar verður komið á fót sérstökum heilsueflandi námskeiðum fyrir konur í yfirvigt og einnig námskeiðum til að bæta tilfinningalega líðan á meðgöngu. Heilsugæslan mun enn fremur frá áramótum gefa út gjaldfrjáls vottorð fyrir starfshæfnismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hætt verður að krefjast tilvísunar frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir börn sem fara í rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld fyrir þessar komur falla niður. Sama máli gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka frá áramótum við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7% en sú breyting verður jafnframt gerð að gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga. Almennt munu gjöld fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu hækka um 2,7% í samræmi við verðbólguspá samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. október síðastliðnum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Almenn komugjöld í heilsugæslu lækka jafnframt úr 700 krónum í 500 krónur 1. janúar næstkomandi og sem fyrr greiða börn, öryrkjar og aldraðir ekkert komugjald. Fellt verður niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Gjaldskrárlækkanirnar eru liður í áætlun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. Áætlaður kostnaður vegna framangreindra breytinga nemur um 135 milljónum króna á ári, að því er segir í tilkynningu. Heilsueflandi námskeið og gjaldfrjáls VIRK-vottorð Fleiri breytingar eru ráðgerðar hjá heilsugæslunni. Þar verður komið á fót sérstökum heilsueflandi námskeiðum fyrir konur í yfirvigt og einnig námskeiðum til að bæta tilfinningalega líðan á meðgöngu. Heilsugæslan mun enn fremur frá áramótum gefa út gjaldfrjáls vottorð fyrir starfshæfnismat sem er forsenda fyrir umsókn um starfsendurhæfingu hjá VIRK. Hætt verður að krefjast tilvísunar frá heimilis- eða heilsugæslulækni fyrir börn sem fara í rannsókn í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða á bráðamóttöku sjúkrahúsa og gjöld fyrir þessar komur falla niður. Sama máli gegnir ef börn fara til sérfræðings á göngudeild eða dagdeild sjúkrahúsa í beinu framhaldi af komu á slysadeild eða bráðamóttöku. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri taka frá áramótum við framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Gjald fyrir brjóstaskimun hækkar um 2,7% en sú breyting verður jafnframt gerð að gjaldið verður fellt inn í afsláttarkerfi sjúkratrygginga. Almennt munu gjöld fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu hækka um 2,7% í samræmi við verðbólguspá samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. október síðastliðnum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira