Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:09 Tatiana Golikova, varaforsætisráðherra Rússlands, greindi frá því að aukinn fjölda dauðsfalla í landinu á þessu ári samanborið við síðasta ár megi að miklu leyti rekja til covid-19. EPA/SPUTNIK/ALEXANDER ASTAFYEV Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira