„Lampard þarf að fara að vinna leiki annars gæti þetta endað illa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2020 08:00 Það er þungt yfir Frank Lampard, knattspyrnustjóra Chelsea, þessa dagana. Getty/John Walton Það er basl á Chelsea liðinu þessa dagana enda hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum. Fyrir vikið er farið að hitna vel undir knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Chelsea komst í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar 5. desember síðastliðinn og það leit út fyrir að Frank Lampard væri búinn að setja saman lið sem væri klárt í titilbaráttu í vetur. Síðan þá hefur Chelsea aðeins náð í fjögur stig af fimmtán mögulegum og er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar eftir 1-1 jafntefli á móti Aston Villa í gær. Chris Sutton, knattspyrnuspekingur á breska ríkisútvarpinu, hefur smá áhyggjur af framtíð Lampard takist honum ekki að fljótlega að snúa þessu gengi við. Frank Lampard's situation at Chelsea could "turn ugly" if they do not go on a winning run soon, says Chris Sutton.More: https://t.co/HcSfViI2db pic.twitter.com/YqKru9AOGG— BBC Sport (@BBCSport) December 28, 2020 „Eins og er þá eru þeir að fara í gegnum krísu því liðið er ekki að spila eins vel og það getur,“ sagði Chris Sutton á BBC Radio 5 Live. „Þeir eru flatir og nú þarf Frank nauðsynlega að fara að vinna leiki sem fyrst því annars gæti þetta endað illa hjá honum,“ sagði Sutton. Chelsea náði fjórða sætinu á fyrsta tímabili Lampard en þá gat félagið ekki keypt neinn leikmann og það þótti afrek fyrir hann að koma liðinu í Meistaradeildina. Nú er hann aftur á móti að koma inn í tímabil eftir að hafa keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda, leikmenn eins og Hakim Ziyech, Timo Werner, Kai Havertz, Ben Chilwell og Edouard Mendy. „Hvort sem honum líkar það betur eða verr þá er þetta allt annað tímabil fyrir Frank. Pressan er á honum og hann er búinn að eyða miklum pening. Nú mun pressan bara aukast,“ sagði Sutton. „Ég vil ekki dæma Chelsea of snemma því með þremur sigurleikjum í röð þá væri liðið aftur komið upp í annað sætið og við gætum farið að velta því fyrir okkur hvort að Chelsea gæti orðið meistari. Ég held samt að Chelsea geti ekki orðið meistari. Þeir þurfa aftur á móti að fara finna taktinn sem fyrst,“ sagði Chris Sutton.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira