„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 10:45 Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/KMU Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira