„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 10:45 Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/KMU Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira