„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 10:45 Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/KMU Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira