Liverpool tilkynnti í dag að félagið hafi nú sótt sér nýjan lækni til Þýskalands til að aðstoða við að halda leikmönnum liðsins heilum á nýju ári.
Dr Andreas Schlumberger er nefnilega nýr yfirmaður endurheimtar- og frammistöðudeildar félagsins svokallaður „head of recovery and performance“.
Þetta er alveg ný staða hjá Liverpool en Schlumberger mun vinna náið með þeim sem hafa unnið að frammistöðumati, læknastörfum og endurheimt hjá enska félaginu.
#LFC has appointed Dr Andreas Schlumberger as head of recovery and performance.
— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2020
This newly-created specialist role will support and work in close collaboration with the current performance, medical and rehabilitation leadership.
Schlumberger mun hafa aðstöðu á nýja æfingasvæði Liverpool, AXA Training Centre, en hann er að koma til enska úrvalsdeildarfélagsins frá þýska félaginu Schalke 04.
Dr Andreas Schlumberger er 54 ára gamall en hann hefur unnið áður með knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp. Þeir voru saman hjá Dortmund árunum 2011 til 2015.
Schlumberger yfirgaf Dortmund fyrir fimm árum og hefur síðan unnið hjá Bayern München, Borussia Monchengladbach og nú síðast Schalke 04.