Brjálaður út í silakeppinn Suljovic og hótaði að hætta í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2020 12:00 Gary Anderson bíður eftir að Mensur Suljovic ljúki sér af. getty/Luke Walker Gary Anderson var mjög pirraður eftir leik sinn gegn Mensur Suljovic á heimsmeistaramótinu í pílukasti í gær og hótaði að hætta að spila. Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira
Anderson hafði betur gegn Suljovic, 4-3, í 32-manna úrslitum HM í gær. Þrátt fyrir sigurinn var Anderson foxillur eftir leikinn. Suljovic tók sér góðan tíma í allar sínar aðgerðir og hæg spilamennska hans fór mjög í taugarnar á Anderson. Hann var einnig pirraður yfir því að Suljovic skildi nota sitt borð á sviðinu í Alexandra höllinni. „Það sem fólk horfði á var algjör skelfing, algjört grín,“ sagði Anderson. „Okkur var sagt hvaða borð við værum með. Ég var á vitlausu borði allan leikinn og hefði haldið að Sky hefði kveikt á því hvar ég ætti að vera og þetta hefði verið gert á réttan hátt.“ Leikur þeirra Andersons og Suljovic tók óhemju langan tíma og sá fyrrnefndi sagði að hann hefði eflaust skipt um stöð ef hann hefði verið á horfa á leikinn í sjónvarpinu. „Horfðirðu á þriðja settið? Var hann hægur? Nei, hann var ekki hægur,“ sagði Anderson kaldhæðinn. „Ef þetta er pílukast og hvernig það er spilað núna, góða skemmtun, ég hypja mig í burt eða fer í golf. Ég píni mig ekki aftur í gegnum þetta. Ég vil bara spila pílukast. Naustu þess að horfa á þetta? Aldrei. Ég er viss um að níutíu prósent þeirra sem voru að horfa skiptu um stöð og fóru að horfa á Coronation Street eða eitthvað. Ég hefði gert það. Ef þú tapaðir fyrir betri keppanda, tekurðu í spaðann á honum og heldur áfram. En þetta var algjör vitleysa.“ Anderson verður vonandi runnin reiðin þegar hann mætir annað hvort Jason Lowe eða Devon Petersen í sextán manna úrslitum á morgun. Anderson hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í pílukasti (2015 og 2016). Á síðasta heimsmeistaramóti tapaði Anderson í sextán manna úrslitum fyrir Nathan Aspinall, 4-2. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sjá meira