Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2020 13:31 Heilbrigðisstarfsmenn þrífa ingang sjúkrahúss í Wuhan í janúar. AP/Dake Kang Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Um 34 þúsund íbúar borgarinnar fóru í mótefnaskimun og kom í ljós að af þeim höfðu 4,43 prósent þeirra smitast. Um ellefu milljónir manna búa í Wuhan en opinberar tölur þar segja að einungis 50.354 hafi í raun smitast. Séu niðurstöður mótefnaskimunarinnar færðar yfir á alla íbúa borgarinnar, áætla sérfræðingar Sóttvarnastofnunar Kína að nærri því hálf milljón hafi mögulega smitast. Sagt er frá þessari rannsókn í frétt CNN. Þar segir að sambærilegar skimanir í öðrum borgum Hubeihéraðs hafi sýnt fram á að mun færri hafi smitast þar. Í skjölum Sóttvarnastofnunar Kína sem hafði verið lekið til CNN kemur fram að raunverulegum fjölda smitaðra var í raun leynt. Lægri tölur hafi verið gefnar opinberlega en raunverulegar upplýsingar stofnunarinnar hafi sagt til um. Þá hefur verið gripið til harðra aðgerða gegn fólki sem reyndi að dreifa upplýsingum um hvað var að gerast í Wuhan þegar borginni var svo gott sem lokað á sínum tíma. Þann 23. janúar voru allar samgöngur til og frá Wuhan stöðvaðar auk þess sem almenningssamgöngum innan borgarinnar var lokað. Fyrirtækjum var lokað og íbúum borgarinnar gert að halda til á heimilum sínum. Þannig var ástandið í 76 daga. Sóttvarnastofnun Kína segir niðurstöður rannsóknarinnar sem sagt er frá hér að ofan til marks um að þessar aðgerðir hafi borið árangur. Veiran hafi að mestu verið einangruð í Wuhan og hafi náð lítilli dreifingu annarsstaðar í Kína.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22 Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41 Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12 Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Rannsakendur WHO á leið til Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 16. desember 2020 23:22
Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19 Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra. 29. nóvember 2020 14:41
Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að á tuttugu manns greindust með Covid-19 í þremur borgum á síðustu viku. 23. nóvember 2020 11:12
Borgin Wuhan opnuð á ný Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði. 8. apríl 2020 06:56