Enska úrvalsdeildin er ekki með neitt plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 08:01 Það er komið upp mikið óvissuástand í ensku úrvalsdeildinni eftir metfjölda smita að undanförnu. Getty/ Sebastian Frej Enska úrvalsdeildin er með enga varaáætlun í hendi fari svo að það þurfti að flauta mótið af áður en tekst að spila alla leikina. Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg. Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Það er komið upp mikið óvissuástand í Bretlandi eftir metfjölda kórónveirusmita þar í landi og á það bæði við almenning sem og leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. ESPN hefur heimildir fyrir því að ekkert plan B sé til hjá ensku úrvalsdeildinni fari svo að það þurfi að stoppa eða flauta deildina af vegna faraldursins. Áhyggjur aukast með hverjum slæmum deginum á fætur öðrum og á síðustu dögum hafa komið upp hópsmit hjá bæði Newcastle og Manchester City sem hefur þýtt frestanir á leikjum þeirra liða. Nú síðast kom upp smit hjá Fulham og leikjun liðsins gæti líka verið frestað. Í viðbót við þessar frestanir í ensku úrvalsdeildinni hefur fjölda leikja í neðri deildunum verið frestað vegna smita innan liðanna í þeim. Sources: Prem has no COVID contingency plan https://t.co/rNOASP4Blh— Chambi Chachage (CC) (@Udadisi) December 29, 2020 Það er búist við harðari aðgerðum hjá enskum stjórnvöldum í dag í baráttunni við hraða útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og menn gætu jafnvel farið svo langt að skella öllu í lás. The Telegraph fjallaði um möguleikann á tveggja vikna hléi á deildinni í janúar á meðan landið væri að reyna að ná einhverri stjórn á faraldrinum. Íslenska fótboltanum tókst ekki að klára tímabilið sitt en um mitt sumar var ákveðið hvað yrði gert ef aflýsa þyrfti tímabilinu. Það fór svo að karlalið Vals og kvennalið Breiðabliks voru krýnd Íslandsmeistarar án þess að spila alla leiki sína. ESPN slær því upp að ekkert hafi verið ákveðið hjá ensku úrvalsdeildinni um hvernig eigi að útkljá tímabilið fari svo að það þurfi að flauta það af. Sport and physical activity sector warns government of stark 'cliff-edge moment' ahead of new Covid-19 restrictions https://t.co/DTlfwuhsAn— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 30, 2020 Richard Masters, framkvæmdasjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að það sé í algjörum forgangi að klára tímabilið en viðurkenndi að félögin hafi ekki komið sér saman um það hvað skuli gera ef mótið verður ekki klárað. Enska úrvalsdeildin kláraði síðasta tímabil í lok júlí þrátt fyrir hundrað daga hlé en þá var ekkert Evrópumót að flækjast fyrir mönnum um sumarið eftir að UEFA frestaði því um eitt ár. EM fer hins vegar fram í júní í sumar sem þrengir að allri tilfærslu mótsins. Fyrir þetta tímabil þá ræddu liðin tuttugu um hvað væri best að gera takist ekki að spila alla leikina. Þar komust menn ekki að neinu samkomulagi um hvort stig í leik myndu ráða eins og á Íslandi eða hvort að tímabilið yrði þá dæmt ómerkt. Einn heimildarmaður úr einu félaganna sagði ESPN að það væri áfellisdómur yfir öllum félögunum að ekki hafi tekist útbúa þessa varaáætlun fari allt á versta veg.
Enski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira