Bóluefni AstraZeneca fær markaðsleyfi í Bretlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2020 07:18 Bóluefni AstraZeneca hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Getty/Konstantinos Zilos Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19 hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Þar af leiðandi er hægt að hefja bólusetningar með efninu í landinu. Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Áður hafði bóluefni Pfizer og BioNTech fengið markaðsleyfi í landinu og eru bólusetningar hafnar með því efni líkt og hér á landi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hins vegar eru vonir bundnar við að nú verði hægt að gefa verulega í varðandi bólusetningar í Bretlandi þar sem meðal annars er auðveldara að geyma og flytja efni AstraZeneca heldur en efni Pfizer. Til að mynda þarf ekki að geyma bóluefni AstraZeneca við tuga gráðu frost líkt og efni Pfizer heldur er hægt að geyma það við sama hitastig og er í venjulegum ísskáp. Dreifing og flutningur bóluefnisins til heimilislækna og hjúkrunarheimila ætti því að ganga fljótt fyrir sig að því er segir í frétt Guardian. Markaðsleyfi EMA forsenda markaðsleyfis á Íslandi Bresk stjórnvöld hafa pantað 100 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca og er talið að fjórar milljónir skammta verði aðgengilegar á næstu dögum. Áhersla verður lögð á að bólusetja eldra fólk og viðkvæma hópa í samræmi við ráðleggingar breskra sóttvarnayfirvalda um forgangshópa. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að veita bóluefni Pfizer markaðsleyfi í byrjun þessa mánaðar og er nú fyrsta landið til að veita bóluefni AstraZeneca samskonar leyfi. Líkt og með bóluefni Pfizer er markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) forsenda þess að bóluefni AstraZeneca fái markaðsleyfi hér á landi. Slíkt leyfi EMA liggur ekki fyrir og var raunar greint frá því í gær að ólíklegt væri að EMA myndi samþykkja markaðsleyfi fyrir bóluefnið í janúar á næsta ári. Það er því óvíst hvenær bóluefni AstraZeneca kemur hingað til lands en fram hefur komið að fyrirtækið stefni á að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Samkvæmt upplýsingum um bólusetningar á covid.is hafa íslensk stjórnvöld tryggt sér um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem dugar fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Telur ólíklegt að bóluefni AstraZeneca fái leyfi í janúar Ólíklegt er að Lyfjastofnun Evrópu geti samþykkt markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca gegn Covid í janúar á næsta ári, ef marka má orð aðstoðarframkvæmdastjóra stofnunarinnar. 29. desember 2020 14:47