Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:31 Frá Wuhan í febrúar, þegar verið var að reisa neyðarsjúkrahús í íþróttahúsi og stórum sýningarsal. Vísir/Getty Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent