Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra.
Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum.
Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin.
Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví.
Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða.
Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti.
Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.