Herða sóttvarnir í Sydney fyrir áramótin Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:19 Brimbrettakappar á stöndinni í Sydney fyrir jól. AP/Mark Baker Yfirvöld í Ástralíu hafa hert samkomutakmarkanir og sóttvarnir í Sydney, stærstu borg landsins, fyrir áramótin. Það var gert eftir að nýr klasi smitaðra greindist þar. Í heimahúsum mega fimm að hámarki koma saman og þrjátíu á almannafæri. Þá mega gestir ekki heimsækja íbúa dvalarheimila. Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Átján greindust smitaðir í borginni í gær en athyglin greinist mest að einum hópi smitaðra. Þar er um að ræða sex sem greindust smitaðir af Covid-19 í Croydon í Sidney og hefur ekki tekist að tengja þau smit við önnur. Óttast er að smituðum muni fjölga hratt á næstu dögum. Um er að ræða þrjú börn og þrjá fullorðna, sem tengjast fjölskylduböndum en búa í þremur húsnæðum. Samkvæmt frétt ABC í Ástralíu er talið að fólkið hafi smitast á samkomum fjölskyldunnar um jólin. Fjölskyldan er þó ekki sögð hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Fjölmiðlar í Ástralíu hafa þó sagt frá því að þeir sem sóttu nokkur fyrirtæki á tilteknum tíma undanfarna daga eigi að fara í tveggja vikna sóttkví. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales, héraðsins sem Sydney er í, sagðiá blaðamannafundi í morgun að áramótin ættu ekki að vera vettvangur til að dreifa nýju kórónuveirunni og þvío væri verið að grípa til þessara aðgerða. Þessar hertu aðgerðir hafa leitt til þess að búið er að aflýsa flugeldarsýningum í Sydney og stytta þá stóru sem fer fram á miðnætti. Í heildina hafa rúmlega 28.300 manns greinst smitaðir af Covid-19 í Ástralíu frá upphafi faraldursins og 909 hafa dáið, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira